Syrpa - 01.09.1913, Page 6

Syrpa - 01.09.1913, Page 6
4 SYRPA kom inn um gluggann og fálmaði um borðiö. Hún greip brauðið og drykk- inn. Enginn okkar hreyfði sig. Eng- inn mælti orð. ViS drógum varla and- Ann. fannað sinn kom höndin í ljós. Það var likt og sá, sem úti var, væri í efa um, livort það gæti verið, að svo mikil björg væri sér ætluð, þegar höndin rakst í diskinn, sem var hlað- inn allskonar krásum. “Taktu þetta líka, sonur minn,” sagði bóndinn og leit ekki við. “Við höfum gert okkur glaðan dag í dag og vildum láta þig njóta þess. Get- um við gert nokkuð frekar fyrir Þig?” “Já, biðjið fyrir mér.” Við heyrðum þunga stunu, brak í runnum og þreytulegt fótatak í snjónum; svo varð alt hljótt. Constantín þagnaði skyndilega og og starði inn í blossandi eldinn eins og hann sæi þar myndina af litla bóndabýlinu, langt austur í Asíu, þar sem Ijós logar á hverri nóttu í glugg- anum og matur er tilbúinn handa þeim, sem verða að fara huldu höfði. Eg. Erl. þýddi. GESTUR í RIFI. Eftir S. BAUDIZ. Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi. Veturinn 1476—77 var óvanalega hlýr á fslandi. Það sást ei snjór nema á fjallahnúkum og í giljum. Alstaðar annarstaðar var marautt 0g hafið íslaust, svo langt sem augað eygði. Maríuerlan, sem ekki var vön að koma til íslands fyr en í Apríl, var nú komin, og þá var nú skipanna von. Það furðaði því engan, er útlent skip sást úti fyrir Rifi síðustu dag- ana í Febrúar. . Rif er veiðistöð, er liggur á norð- vesturodda Snæfellsness, sem er eins og hálfeyja, er liggur út frá íslandi í vesturátt. Nesið ber nafn sitt af Snæfellsjökli, sem gnæfir hátt upp yfir sléttuna á nesoddanuin. Það glóir á fannhvítan jökulskallann í margra mílna fjarlægð. — Nú eru fá hús og fátækleg í Rifi, eins og öðrum veiðistöðum þar. En þegar saga þessi gerðist, var þar stórt þorp og fiskiveiði mikil, og þangað kom ár- lega fjöldi enskra skipa og færði fiskimönnum nauðsynjar sínar og keyptu aftur harðfisk. Þessi verzl- un, sem var mest rekin frá London, Hull og Bristol, var af öllum haldin ólögleg verzlun, og skipverjar sýndu oft ofríki varnarlausum landslýðnum og atferli þeirra var stundum likast sjóræningja-atferli. Það kom að engu haldi, þó Danakonungar hefðu langt framan úr öldum bannað þessa verzlun og sent mótmæli á mótmæli ofan til Englands. Og ekki dugði

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.