Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 5

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 5
GUÐRÚN GAMLA 131 mynd um þaö hvað ást er. En þaö get eg sagt þér aö mér hefir aldrei þótt eins vænt um nokkurn mann, sem hatin. Þaö var ásumardaginn fyrsta,þeg- ar Einar var búinn aö vera eitt ár á Hóli. Viö unga fólkið ætluðum aö halda skemtisamkoma heima á Hóli, og þá ætluðum viö Einar aö opin- bera trúlofun okkar. Viö vorum búin aö taka til í stof- unni, því þar átti dansinn aö vera, en þegar til kom var hún oflítil handa öllum sem komu. Stakk þá einhver upp á því aö hafa dansinn úti þar eö veöriö var hiö ákjósanleg- asta. Var þá leitaö aö dansfleti á túnitiu, en hann fanst enginn, en fyrir ofan túniö var grund, og þar var dansinn ákveöinn. Þaö var komiö nón, og veöriö var hiö yndælasta. Dansfólkinu var heitt svo þaö settist niður til aö hvíla sig. Rétt fyrir ofan raændu hamrarnir dimmir og drungalegir og köstuðu löngum skuggum fram á flötina þar sem viö sátum. Alt í einu heyröum viö vængjadyn.og sjáum hvar valur fló meðfram hömrunum.þar tilhann nam staöar rétt fyrir ofan okkur, flaug svo nokkra hringi og settist svo á grastó ofarlega í björgunum. ,,Hér á hann egg, þaö skal eg á- byrgast11, kallaði unglingspiltur einn sem var með okkur. ,.Já þaö er vel líklegt“, svaraði vinnumaöur frá Hóli. ,,Hann hefir orpið hérna á hverju vori.þótt aldrei hafi veriö hægt að ræna hann, því það er ómögulegt að komast upp aö hreiörinu, og ekki heldur hægt aö fara á festi niöur aö því, því bjargiö slútir svo fram. Aö vísu hefi eg heyrt aö einn maður sem átti heima. hérna á Hóli hafi haft það fyrir vana að ræna valinn, og er sagt að hann hafi klifaö um björgin aö hreiðrinu, en nú treystir sér enginn aö gjöra það“. „Miklir ættlerar mættu allir þeir karhnenn vera sem hér eru, ef að enginn heföi hug til þess að klifa hérna upp í valshreiðriö“, sagði ung stúlka sem sat hjá okkur og leit um leið hæðnislega til piltanna, sem voru til hliöar. Piltarnir svöruðu ekki neinu. En rétt á eftir heyröum við aöþeirvoru að tala um eitthvað sín á milli og uröu ekki sammála. Það leiö ofur- lítil stund að þeir héldu áfram aö tala, þar til við heyrðum að Einar sagði: ,,Mér er sama þótt eg reyni það“. Eg hrökk saman og stökk á fæt- ur og hljóp til hans. ,, H vaö ætlar þú að gjöra, elskan mín?“ ,,Og það er ekki neitt. Eg ætla bara aö reyna að komast upp að hreiðrinu, þú þarft ekki að vera hrædd. Eg skal ekki fara mér að voðfi“. ,,Ó! eg er svo hrædd“, sagöi eg ,,geröu þaö fyrir mig aö faraekki“. ,,Vertu nú eklti aöneinum barna- skap“, mælti hann, og kysti mig á kinnina. ,,Eg verð kominn aftur eftir tíu mínútur“. Það var sama bvernig sem eg bað, hann var ófáanlegur til þess að hætta við feröina. Hann að eins hló framan í mig og strauk höndun- um um vanga mér. Hann fór að færa sig úr treyjunni og vestinu til þess aö vera léttari á sór. Þegar eg sá aö hann var alráðinn í því ,aö fara, lagöi eg hendurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.