Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 3
SYRPA.
FRUMSAMDAR, ÞÝDDAR OG ENDURPRENT-
AÐAR SÖGUR OG ÆFINTÝR
OG ANNAÐ TIL SKEMTUNAR OG FRÓÐLEIKS.
II. Arg.
1914.
3. Hefti
GUÐRÚN GAMLA.
Smásaga
Eftir JÓHANNES FRIÐLAUGSSON.
Eg man það eins vel og þaðhafði
gjörst í gær, þegar eg í fyrsta sinni
var látinn fara með ærnar í þeim til-
gangi að sitja yfir þeim. Eg var
að eins 10 ára og var nýkominn að
Hóli; en þar átti eg að vera um
sumarið og sitja yfir ánum.
Það var yndælasta veður um
morguninn þegar eg lagði á stað
með askinn minn í annari hendinni
en stafinn í hinni. Eti af því það
var fyrsti dagurinn lét húsbóndinn
gamla konu er Guðrún hét, fara
með mér, og átti hún að leiðbeina
mér hvernig, og hvar, eg ætti að
beita ánum í framtíðinni. Að vísu
var eg ekkert hrifinn af því að iliafa
hana með mér, en samt þótti mér
það heldur betr.a, því eg var ,hálf
huglítill að fara einn með ánurn,
þar eg var al-ókunnugur.
Bærinn Hóll stendur undir hárri
fjallshlíð, og eru háir hamrar rétt
fyrir ofan bæinn, og kemst enginn
þar upp nema fuglinn fljúgandi.
Fyrir ofan klappirnar tók við víð-
áttu mikil iingheiði, og þar áttu
ærnar að vera. En til þess aö kom-
ast upp á heiðina þurfti að reka
ærnar noklturn spöl meðfram hörnr-
unum og svo upp einstigi sem lá á
snið upp á heiðina.
Við létum ærnar renna með hægð
upp götuslóðirnar og gengum dá-
lítinn kipp á eftir þeim, en þegar
upp á brúnina kom settum við okk-
ur niður og létum ærnar dreifa sér
um brekkurnar. Leið svo lítil stund'