Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 62

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 62
“BÝSNIN MESTA Á SJÓ” ii. „Býsnin mesta á sjó“, hinn sögu- legi viðburður á hafinu, er birtist í Syrpu fyrir nokkuru, gaf mér livöt til að færa í letur viðburð þann er hér fer á eftir. Eg heyrði hann heima á íslandi fyrir nálega 40 árum, þá sagðan af gömlum manni, Páli bónda Jónssyni, er lengi bj<5 á Kaldbak. Sá bær er nyrstur í Staðar prestakalli við Stein- grímsfjörð. Og frægur er hann í sögunni, því þar ól aldur sinn til æfiloka, einn af vorurn mestu land- námsmönnum, Onundur tréfótur, er áður reiddi blóðgan brand í Haf- ursfjaröarorustu gegn Haraldi hár- fagra — Lúfu. — Og þar framar- lega í Kaldbaksdal finst hans þús- und ára grafarkumbl, og er vel þekkilegt þann dag í dag. Páll þessi var þá áttræður að aldri. Hann var sögufróður maður og sannorður, greindur mörgum frem- ur, og hagorður við tækifæri. Hann mun hafa búið á Kaldbak yfir 30 ár, og þar deyði hann á níræðis aldri. Hann sagði frá viðburði þessum, mér áheyrandi. Þó var hann eigi sjónarvottur, því þetta hafði skéð, litlu fyrir eða eftir hans fæðingar- dag. Þá var hákarla veiðistöð sú á Kaldbakslandi norðarlega er,,Skrefi- ur“ var kölluð, og hafði svo verið frá ómunatíð. Þangað sóttu inn- sveitamenn úr Strandasýslu til veiði- fanga. Þessu til sönnunar sjást þar enn í dag 3 eða 4 fornar búða- tóftir. Stærstu skip sem þá gengu til veiða voru sexræðingar. Lending var þar fremur hættu- leg, en stutt framræði til hákarla- setu, er mjög var tíðkuð á seinni öldum og alt fram á vora daga, þótt nú sé hætt að mestu. Hákarla-mið tvö eru þar tilnefnd. Grunnmiðið hét ,,Arkarboði“, var hann um hálfa mílu danska frá landi. En djúpmiðið hét ,,Hryggur“, og var hann hálfri mílu fjær en Arkar- boði, eða heila mílu frá Skreflum. Þangað var eigi róið nema í stilli- veðrum, og fylgdust þá Sk.reflubúar að í góðum félagsskap. Svo er sagt, að einn blíðviðrisdag reru tvö skip frá Skrefium fram á Hryggjarmið til hákarlaveiða. Öfl- uðu menn ágætlega og hlóðu skipin. Og festu auk þess svo mikið utan- tíorðs, sem treysta rnátti að fleytt yrði til lands. Það kölluðu menn að róa fyrir ,,hlessu“. Logn var þá og ládeyða svo ekk- ert var að óttast. Þá var venja við slíkar veiðar, að létta eigi stjóra frá grunni, fyrr en alt var undirbúið að halda til lands, jafnvel að leggja árar í keipa. Annað skipið var litlu fyr ferðbú- ið að halda til- strandar, og töluðu skipverjar til félaga sinna, um leið og þeir fóru. Kváðust þá hinir vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.