Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 23

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 23
í RAUÐÁRDALNUM 149 því að O’Brian hélt á skammbyssu ojf miöaði hemii beint á hann. En hvaðan hún kom í hendina á O’Bri- an, vissi eg ekki, því eg sá hann aldrei fara meö hendina í vasa sinn. Eg þóttist því vita, að hann hefði geymt hana (skammbyssuna) uppi í treyjuerminni. ,,Blessi mig!“ sagöi O’Brian stilli- lega, ,,þenna leik kunna fleiri en Frakkar. — Nei, hreyföu ekki marg- hleypuna þína minstu ögn, því ann- ars læt eg skotið fjúka. Við írarn- ir höfurn Iengi handleikiö þessi verk- færi, og hæfum oftast það, sem við miðum á, jafnvel þó skotmálið sé dálítið lengra en það er hér. — En setjið þið ykkur nú niöur aftur vinir mínir, og svo skulutn við tala sam- an í bróðerni, og látið þið hendurn- ar liggja á borðinu á meðan“. Eg sá að þeir gugnuðu. Þeir settust undir eins niður og létu hendurnar hvíla á borðinu. En það var samt bersýnilegt, að þeim var það alt annað en ljúft, sérstaklega stóra manninum. ,,Þú skalt fá að kenna á þessu,þó síðar verði“, sagði hann og gnísti tönnum. ,,Viö skulum láta það bíða síns tíma“, sagði O’Brian; ,,en spurs- málið, sem nú í svipinn liggur næst fyrir er þetta: Hvað er orðið af piltinum, sem kom hingað í kvöld?“ ,,Það hefir enginn piltur komið hingað í kvöld, svo eg viti “, sagði stóri maðurinn. ,,Eg er hér hús- ráðandi, og heiti Góriot“. ,,Mjög fallegt nafn!“ sagði O’Bri- an. ,,En þú hefir, án efa, sérlega slæmt minni, herra Góriot, því drengurinn, setn með mér er, fylgdi piltinum hingað og sá tvo menn leiða hann inn í húsið. Rétt á eftir byrjuðu ryskingar og óhljóð, hérna í þessari stofu, og endaði sá gaura- gangur á þann hátt, aö einhver meiddist illilega, því drengurinn heyrði ákafiegt kvala-vein. Og get eg ekki öðru trúað en að hann fari rétt með, því hann er mjög vel gef- inn og alinn upp á kristilegu heim- ili“. ,,Það er satt“, sagði Góriot, ,,að maður meiddist hér í kvöld. Hann liggur þarna íí gólfinu. Hann var all mikið ölvaður oggjörði töluverð- an hávaða. Og svo féll lampi, sem hékk þarna í bitanaum, ofan á höf- uðið á honum og hálf-rotaði hann“. ,,Það var honum næstum mátu- legt, fyrst það drap hann ekki“, sagði O’Brian; ,,það kennir honum að drekka sig ekki fullan næsta dag. En það var sönn mildi, að ekki skyldi kvikna í húsinu þínu, herra GónoL“. „Lampinn var tómur, og ekkert ljós á honum“, sagði Góriot þurlega. ,,Gólfið ber þér vitni um það, vin- ur minn, að þetta er satt“, sagði O’Brian, ,,því eg sé að fáein gler- brot liggja þarna fram við dyrnar, en hvergi sést einn einasti olíu- blettur. En hvað margir menn voru hér inni, þegar slys þetta vildi til?“ ,,Bara við þrír, sem sitjum hérna við borðið, og maðurinn þarna, seni fyrir slysinu varð“. ,, Hafið þiö verið hér í alt kvöld?“ spurði O’Brian eftir litla þögn. ,,Já, að undanteknum tæpum hfilf- um klukkutíma“. ,,Hvað voruð þið að gjöra þann tíma?“ \ ,,Við skruppum yfir í húsið, sem er hérna austur á bakkanum“. ,,Og fóruð þangað allir?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.