Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 16

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 16
142 SYRPA að mennirnir inni í húsinu voru komnir í íiflog. Eg heyrði að stól- ar og borð fóru um koll, og að gler- ílát brotnuðu (að líkindum voru það flöskur og staup). Svo var eins og eitthvað þungt dytti ofan af loft- inu og niður á gólfið, og um lcið brast í einhverju fram við dyrnar. Á sama augnablikinu rak einhver upp, sem snöggvast, hátt og hræði- legt óp, eins og hann hefði verið stunginn með hníf. Því næst datt alt í dúna logn þar inni. Eg sá að eg mátti ekki lengur standa þarna aðgerðarlaus. Eg varð endilega að fara heim og fá þá Kjartan og Björn til að sækja Arnór. Eg þóttist viss um að það liefði verið hann, sem rak upp hið voöa- lega óp eða kvalavein, sem eghafði heyrt. Og ef til vill var hann nú dáinn, eða í þann veginn að deyja. Hver gat sagt um það? En rétt í því, að eg var að leggja af stað heim, opnuðust dyrnar á eldhúsinu, og sá eg að tvær konur komu út. Þær töluðu saman í lágum hljóðum, og gat eg ekki heyrt hvað þær sögðu; og þó eg hefði heyrt það, mundi eg að líkindum ekki hafa skilið það, því þær voru kynblend- ingar. En eg sá, að það var eitt- hvert ógnarlegt fát á þeim. Þær læddust á bak við húsið og kölluðu á hundinn, og heyrðist mér að þær siga honum á eitthvað. Hundurinn fór strax að gelta og kom æðandi fyrir húshornið, og um leið gætti hann að mér. Þóttist eg þá vita að konurnar hefðu séð mig út um eldhúsgluggann, og heföu komiðút til að siga hundinum á mig. Eg tók nú til fótanna og hljóp alt hvað af tók í áttina til Louise-brúar- innar, og hundurinn á eftir mér. — Eg skil ekki í því, enn þann dag í dag, hvernig eg gat sloppið ómeidd- ur frá svo stórum og griminum hundi, því hann hafði engan beyg af regnhlífinni, semeghéltá. Hann glepsaði samt nokkrum sinnum í mig og var alt af á hælunum á mér, þangað til eg var kominn út á brúna. Þar sneri hann aftur og snautaði austur til skógarins, Aldrei á æfi minni hefi eg hlaupið harðara en í þetta sinn. Eg stökk og hentist áfram, eins og vitstola væri, og eg fór ekkert hægara fyrir það, þó eg vissi, að hundurinn væri hættur að elta mig. Eg fór jafnvel á harða hlaupum yfir sjálfa brúna, og vissi eg þó, að það varekki leyfi- legt. Enda kallaði brúarvörðurinn til mín hvað eftir annað, og skipaði mér að nema staðar og segja sér hví eg færi svo geyst. Eu egsvar- aði honum ekki, og leit ekki einu sinni um öxl, og nam ekki staðar fyr en eg kom heim. Þegar eg kom upp á loftið í skakka-húsinu, sá eg að klukkan var næstum ellefu. Þær mæðgur voru háttaðar og sofnaðar, en þeir Kjartan og I3jörn voru enn ekki komnir heim. Þeir höfðu farið vest- •ur í bæinn nokkru áður en eg fór að heiman. Eg bjóst við að þeir mundu nú koma heim á hverri stundu, og ætlaði eg að bíða þeirra í stiganum fyrir utan. Þar ætlaði eg að segja þeim, hvað í efni væii, og fá þá til að fara með mér tafar- laust austur að bjálkahúsinu og sækja Arnór. En eg vildi ekki að frænkur mínar vissu neitt um þetta fyr en alt væri um garð gengið. En ekki var eg fyr kominn út á loftsvalirnar, en eg gætti að því, að maður gekk upp stigann. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.