Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 20

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 20
146 SYRPA þrjú hundruð dáli lcantu að geta sloppið ómeiddur fríi ræningjanum, sem mætir þér á þjóðveginum; en ævarandi viniittu hins grinimasta hunds færðu fyrir þrjá dálitla kjöt- bita. Mikill er sá munur! Og samt er maðurinn æðsta dýrið á jörðinni — mestur að viti og mestur að grimd.“ Þegar við komum heim undir hús- ið, kom hundurinn æðandi á móti okkur og gelti grimdarlega. Við námum þá staðar, og O’Brian kast- aði einum kjötbita til hans. Hund- urinn hrökk frá i fyrstu og urraði, en hann áttaði sig vonum bráðara, fann þefinn af kjötinu, leitaði það uppi og át það, og fór svo aftur að gclta. O’Brian kastaði þá til hans öðrum bita. Það fór á sömu leið: hundurinn hrökk frá sem snöggvast, þefaði síðan upp kjötbitann og át hann með mikilli græðgi, og fór svo aftur að urra, en þó ekki með eins mikilli áfergju og áður. En þegar O’Brian fleygði til hans þriðja bitan- um, þá hörfaði hundurinn ekki und- an, heldur greip hann kjötbitann á lofti umsvifalaust og gleypti hann, og hætti jafnframt að gelta. Og þegar við færðum okkur nær hon- um, lagði hann niður rófuna, eins og iiann skammaðist sín, og snaut- aði aftur fyrir húsið. Við genguni svo upp að framdyr- um hússins, og biðum þar fáein augnablik. Við heyrðum að menn voru að tala þar inni, og var auð- heyrt að þar var gleði á ferðum, því einhver hló þar mjög dátt. O’Brian drap nú ádyr, og voru þær jafnskjótt opnaðar af háum og kraftalegum manni. Hann hafði fremur bjartan hörundslit og leit út fyrir að vera frakkneskur. ,;Gott kvöld, vinur minn!“ sagði O’Brian. Maðurinn tók kveðju hans sein- lega, en kvaðst vilja að vita, hvert erindi okkar væri. ,,Erindi okkar skaltu fá að vita, þegar við komum inn, “ sagði O’Bri- an, gekk inn á gólfið og eg á eftir honum. ,,Það veit trúa mín,“ sagði hann, ,,að það er ekki fyrir hunda, hvað þá menska menn, að standa út í þessari óskapa dembu“. Inni í húsinu var alt á ringulreið og bar þess vott, að þar hefðu áflog farið fram þetta kvöld. Álitluboröi, sem stóð á miðju gólfi, var stór brennivíns flaska, þrír handarhalds- lausir bollar og gömul fiðla. Tveir kynblendingar sátu við borðið. En þeir stóðuupp um leið og viðgengum inn. Þeir voru báðir vasklegir menn að sjá, en þó ekki eins hávaxnir og maðurinn, sem opnað hafði dyrnar. Fjórði maðurinn lá á gólfinu inn við stafninn og hafði treyjuna undir höfðinu. Ilann var líka kynblend- ingur, bólginn mjög í andliti, og hraut hátt. Og sá eg að það var sá, er talað hafði við Arnór um kvöldið. , ,Hver þremillinn keinur ykkur til að vaða hingaö inn án míns leyf- is?“ sagði maðurinn, sem opnað hafði dyrnar, á góðri ensku. Hann hélt enn um hnúðinn á hurðinni án þess að láta hana aftur. ,,Margt ber til þess, góðir hálsar, að við gengum hirígað inn óboðið, “ sagði O’Brian og hristi vatnið af hattinum sínuín; ,,fyrst og fremst er það, að vatniö steypistúr loftinu, rétt eins og allir gluggar himins séu opnir, en hér á árbakkanum er fátt um skúta til að skríða inn í; þar að auki leizt okkur vel á hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.