Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 9

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 9
RAUÐÁRDALNUM 135 Þegar vií5 komum suöur að Broad- way-stræti, nani Arnór staöar. Þar á strætishorninu stóðu tvær dökk- klæddar konur, og sá eg að hann þekti þær, því hann lyfti hattinum og gaf sig á tal við þær. Og það leit jafn vel út eins og þær hefðu verið að bíða þarna eftir honum. Og í fyrstu datt mér í hug, að kon- ur þessar væru íslenzkar og ættu heima þar skamt frá, því margir íslendingar bjuggu á þeim árum fyrir sunnan Broadway-stræti, á hinni svo nefndu ,,Hudson's Bay sléttu". — En ekki höfðu þau lengi talað saman, áður þau lögðu af stað austur Broadway-strætið, og gengu konurnar samsíðis á undan. Eg fór á eftir þeim. Þau gengu mjög hratt, og eg gekk líka mjög hratt, og gætti eg þess, aðláta ekki vera lengra milli mín og þeirra, en sem svaraði tuttugu og fimm föðm- um. Eg bjóst nú við að þau mundu þá og þegar beyja út af strætinu og halda heim að einhverjum af timb- urkofum þeim (eða s/ianties), sem þar voru á víð og dreif suður á fiöt- inni milli Broadway og mölunar- mylnu Hudson’s Bay-félagsins. En því fór fjarri. Þau héldu rakleitt, austur þangað til þau komu -að Broadway-brúnni. Þar sneru kon- urnar aftur, en Arnór gekk út á brúna, borgaði brúar-tollinn og hélt svo áfram yfir í St. Boniface. Eg mætti nú konunum vonum bráð- ara. Þær gengu eins hratt til baka og þær höfðu gengiö austur — ef til vill dálítið harðara. Og þegar eg fór frarn hjá þeim, þóttist eg sjá að þær væri ekki íslenzkar. Onnur var nieðaldra kona, há og gild og breiðleit, en liin var ung- legri — á að gizka hMf-þrítug — há Og grönn og (eftir því, sem eg gat bezt séð) mjög fríð sýnum og djarf- leg. Þær gættu víst að því, að eg veitti þeim eftirtekt, því eg varð var við það, að þær nántu staðar sem allra snöggvast og horfðu á eftir mér, þegar eg var nýfarinn fram hjá þeim. Eg þóttist nú vita að það væri einhver yfir í St. Boniface, sem Arn- ór ætlaði að finna, og konurnar, setn höíðu fylgt honurn austur að brúnni, vissu um erindi hans. Eí til vill var hann verkfæri í þsirra höndum, og var að öllum líkindum að fara þetta fyrir þær. Eg hugs- aði mér að halda á eftir honum yfir í þorpið og vita í hvaða átt hann færi, þegar þangað kæmi. Klukk- an var enn ekki orðin ellefu, og enn var töluverð umferð á strætunum. Eg sá því alls enga ástæðu til að hætta eftirförinni að svo stöddu. Eg tafðist lengur á brúnni en eg hafði búist við, því að eghafðienga smápeninga í vasanum til að borga toll þann, er hverjum manni bar að greiða, sem um brúna fór (en það voru tvö cents). Eg rétli brúarverð- inurn fimm-dala seðil, og leið nokk- ur stund áður en hann gat skift honum í smátt. Og þegar egloks- ins komst yfir brúna, var Arnór kominn góðan spöl inn í þorpið. En eg kom fijótt auga á hann og sá að hann gekk norður Tachc Avenue og fiýtti hann sér svo mikið, að þó eg næstum hlypi við fót, þá dró alt af lieldur sundur en saman með okkur. Alt í einu beygði hann inn á Ruz Grandin. Og þegar eg kom þangað, sá eg að hann var horfinn. Þar austur á götunni (sem er mjög stutt) voru að eins fá hús, og var langt á milli þeirra, að undan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.