Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 14

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 14
140 SYRPA mun lesaranum ekki þykja þaö neitt undarlegt, þegar hann hefir fengið aö vita um hiö alvarlega æíintýri, sem eg rataöi þá í. Þaö var aö kveldi hins tólfta á- gústmánaðar— hér um bil klukkan átta — aö kynblendingur kom í skakka húsiö og spuröi eftir Arnóri. Hann var á aö gizka rúmlega tvít- ugur, þessi kynblendingur, þrek- lega vaxinn og kraftalegur. En hann var nokkuð slarkaralegur og tötralega búinn, og á andliti lians — og einkum á hálsinum — voru allmikil útbrot, sem bentu á það, aö hann væri ekki laus viö kirtla- veiki. Og hafa margir kynblend- ingar í Rauðárdalnum þann kvilla, sérstaklega ef þeir eru í föðura lt af engil-saxneskum stofni. Eg sá að Arnór hafði áður séö þenna kyn- blending, því hann tók vingjarn- lega á mót; honum, og virtist veröa því feginn að hann kom. Þeir gengu austur á árbakkann og töl- uðust þar við um stund, og tók eg eftir því, aö kynblendingurinn benti nokkrum sinnum í áttina til Louise- brúarinnar. Þegar þeir skildu, gekk kynblendingurinn vestur í bæinn, en Arnór fór heim í herbergið sitt, tók bók og fór að lesa. En síðar utn kveldið, þegar tók að dimma, spratt hann upp alt í einu, setti á sig dökkan, barðabeiöran hatt, tók regnkápu sína og gekk út. Eg læddist út á eftir honum og hafði með mér regnhlíf, því loftiö var þungbúið og leit út fyrir að það mundi rigna um nóttina. Arnór gekk suður Gladstone: stræti þangaö til hann kom aÖj'irn- brautinni, þá beygði hann austur og hélt áfram meðfram járnbraut- inni alla leið yfir á Louis-brúna. Þar nam hann staðar, hallaði sér fram á handriðiðog horfði ástraum- falliö fyrir neðan. En það var að eins um fáein augnablik, sem hann stóö þar. Hann hélt áfram yíir brúna, gekk svo suöur árbakkann og fór hart. Á þeim árum voru að eins tvö hús á Rauöárbakkanum að austan, alla leið frá Louise-brúnni til Seine- lækjarins í St. Boniface. Var ann- aö þeirra timburhús,sem stóð fremst á bakkanum, skamt þar frá, sem Riverview hótelið í Elmwood stend- ur nú; en hitt var stórt bjálkahús og stóð í skógarjaðrinum spölkorn fyrir austan járnbrautina. Arnór geklc rakleitt heim að bjálkahúsinu og drap þar á dyr. Eg sá að dyrnar opnuðust, og að tveir menn komu út úr húsinu. Og var annar þeirra að sjá all-mikið drukk- inn. í sömu ahdránni kom svartur lnindur, stór og ægilegur, fyrir hús- hornið og urraði grimdarlega. En mennirnir skipuöu honum að þegja, og ráku hann aftur fyrir húsiö. Því næst töluöu þeir nokkur orö við Arnór, en ekki vissi eg hvaö þeir sögðu, því eg stóð of langt frá þeim til þess að geta heyrt orðaskil. — Eg stóð í þéttum espi-runni, sem var kippkorn fyrir vestan húsið, og var eg viss um að þeir sáu migekki því það var orðið mjög skuggsýnt. En eg sá all-vel til þeirra, af því þeir stóöu rétt fyrir framan hús- dyrnar, sem voru opnar, og skæra hirtu frá lampaljósinu í húsinu lagöi þar út. Eg sá að báöir mennirnir, sem komið höfðu út úr húsinu voru kynblendingar, og var atinar þeirra (sá, sem var drukkinn) ekki óáþekk- ur manninum er komiö hafði fyr unt kvöldið í skakka húsið, Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.