Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 46
172
SYRPA
Alt liB Burgoynes var nú neytt til
að láta undan síga í áttina til her-
búöa sinna; algert stjórnleysi ríkti í
miðhluta og vinstri armi fylkingfar-
innar, en fótg-önguliöiö og sveitin,
sem fylkt var næst því, stóöu á
móti áhlaupinu, og hinn hluti fylk-
ingarinnar komst með mestu naum-
indum til herbúðanna. Sex fall-
byssur urðu eftir í höndum óvinanna
og mesti fjöldi dauðra og særöra á
orustuvellinum, einkanlega úr stór-
skotaliðinu, sem höföu staöið viÖ
fallbyssurnar þar til þeir voru skotn-
ir niður eða féllu fyrir byssustingj-
um Ameríkumanna.
Fylking Burgoynes hafði beðið ó-
sigur, en orustan var ekki enn á
enda. Englendingar höfðu varla
náð herbúðunum fyr en Ameríku-
menn, sem ráku flóttann, réðust á
herbúðirnar í ýmsum stöðum með
miklum ákafa; ruddust þeiryfirvíg-
girðingarnar gegnum ákafa kúlna-
hríð. Arnold, sem virtist veraóður
af bardagaákefð þennan dag,eggjaði
liöið á að ráðast á víggirðingarnar
þar sem fótgönguliðið, sem Balcarr-
es lávarður stýrði, hafðist við. En
Englendingar tóku hraustlega á
móti honum. Bardaginn varð þar
harður og langur. Loksins, þegar
komið var undir kvöld, komst Arn-
old, sem unnið hafði bug á öllum
erfiðleikum, með nokkra af hraust-
ustu fylgjendum sínum inn fyrir
víggirðingarnar. En á þessari þýð-
ingarmiklu stundu sigurs og hættu,
særðist hann illa á fæti; hafði hann
áður orðið sár á honum í áhlaupinu
á Quebec. Þó að honum líkaöi það
stór-illa, varð hann að láta bera sig
burtu. Félagar hans héldu áfram
árásinni. En Englendingar gáfust
ekki upp. Loks var nótt komin og
yfirgaf þá áhlaupsherinn þenna hluta
virkisins. Á öðrum stað haföi árás-
in hepnast betur. Flokkur Amer-
íkumanna, undir stjórn Brookes of-
ursta, braust í gegnum skeifumynd-
uðu víggirðinguna,sem skýldi hægri
armi hersins, og sem var varin af
hessnesku hermönnunum, sem
Breymann ofursti var fyrir. Þjóð-
verjarnir vörðust vel og Breyman
féll; en Ameríkumenn uröu ekki
hraktir til baka. Náöu þeir ýmsum
föngum, tjöldum, byssum og miklu
af skotfærum, sem voru mjöggeng-
in til þurðar hjá þeim. Með því að
ná fótfestu á þessum stað, höfðu
Ameríkumenn fundið ráð til að hrjóta
hægri hliðarfylkingu brezka hersins
og komast á bak honum. Um nótt-
ina skifti Burgoyne alveg um fylk-
ingaskipun til þess að koma í veg
fyrir þáhættu. Hann færði allan her
sinn með mestu herkænsku ánokkr-
ar hæðir nálægt ánni nokkuð fyrir
notðan herbúðirnar og fylkti liöinu
þar, því hann bjóst við að á sig yrði
ráðist næsta dag. En Gates var á-
kveöinn í að leggja ekki sigur þann
sem hann var búin að vinna, í hættu.
Hann ónáðaði Englendinga með
smáorustum, en reyndi ekki að gera
reglulegt áhlaup. Meðan á því stóð
sendi hann liðsfiokka báðu megin
árinnar til þess að aftra brezka
hernum frá að fara aftur yfir ána og
til að vera í vegi fyrir honum, ef
hann léti lengra undan síga. Þegar
nótt var komin, varð Burgsyne aö
draga sig í hlé aftur; hélt hann því
með liðið um nóttina í storrni og
rigningu áleiðis til Saratoga; voru
hinir veiku og særðu skildir eftir,
ásamt meiri hlutanum af farangri, í
höndum óvinanna.
Áður en hinir síðustu yfirgáfu her-