Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 39
ORUSTAN VIÐ SARATOGA
165
aftur á móti olli gremjan, sem
grimdarverk þeirra vöktu, því, aö
menn sýndu liöi Burgoynes fullan
fjandskap, þar sem það fór yíir.
Burgoyne safnaöi liði sínu saman
nálægt ánni Bouquet að vestan
verðu við Chatnplainvatnið. Sið-
an hélt hann Rauðskinnunum stríðs-
veizlu 21. júní 1777 og hélt ræðu
yíir þeim um það, hve nauðsynlegt
væri, að þeir legðu niður sín vana-
legu grimdarverk á varnarlausu
fólki og herteknum mönnum. Um
leið gaf hann út viðhafnarlega orð-
aða yíirlýsingu til Ameríkumantia
og hótaði þeim, sem mótþróa sýndu
öllum hörmungum Indíána ófriðar
ekki síður en Norðurálfumanna.
Liðið var síðan liutt eftir vatninu til
Crown Point, þar sem Ameríku-
menn áttu virki við norðurendann á
afrensli því, sem tengir George-
vatnið við Champlain-vatnið. Þar
lenti hann mótstöðulaust; en það
reyndist erfiðara að vinna Ticonder-
oga-virkið, sem stóð tólf mílur fyrir
sunnan Crown Point; var það álitið
erfiðastiþröskuldurinná herferðinni.
Ticonderoga stóð við veginn með-
fram vötnunum og var skoðað sem
lykillinn að leið þeirri,sem Burgoyne
ætlaði að taka. Englendingar höfðu
beðið ósigur í árás, sem þeir gerðu
á virki þetta í stríðinu við Frakka
1758, og höfðu beðið milcið mann-
tjón. Burgoyne gerði umsát um
það af mikilli herkænsku; og ame-
ríski hershöfðinginn, St. Clair, sem
hafði aðeins 3000 illa búna menn,
yfirgaf það 5. júlí. Hefði hann ekki
tekið þann kost, má telja víst að lið
hans hefði annaðhvort fallið eða
órðið að gefast upp; en það, þó að
fátt væri, var aðalliðið, sem þá var
tilbúið að verja Ný-England á víg-
vellinum. St. Clair svaraði rétti-
lega er hann fekk þunga áfellisdóma
hjá sumum samlöndum sínum, fyrir
að hafa yfirgefið virkið, að hann
hefði mist eina varðstöð en bjargað
landinu. Lið Burgoynes veitti Ame-
ríkumönnum eftirför, og fóru þeir
halloka fyrir því nokkrum sinnum;
einnig tók það af þeim meiri hlut-
ann af fallbyssum þeirra og vistum.
Tap Englendinga í viðureign þess-
ari var mjög lítið. Herinn hélt
suður meðfram George-vatninu til
Skenesboro. Þaðan var leiðin til
Fort Edward mjög ógreiðfær; land-
ið var sundurgrafið af lækjum og
keldum, og víða höfðu óvinirnir
höggvið niður tré og skilið eftir
aðrar torfærur á leiðinni. Her Ame-
ríkumanna lét stöðugt undan síga.
Burgoyne náði Hudson-ánni 30.
júlí. Þangað til hafði hann yfirstig-
ið alla erfiðleika, seni óvinir hans og
náttúran höl'ðu sett á leið hans. Lið
lians var í ágætu ástandi og í allra
bezta skapi; og hættur herferðar-
innar sýndust flestar vera yfirstign-
ar nú er þeir voru komnir á bakka
árinnar, sem átti að vera samgöngu-
vegur milli þeirra og brezka hersins
fyrir sunnan. En tilfinningar þeirra
og ensku þjóöarinnar yfirleitt, er
kunnugt varðumþenna sigur þeirra,
koma bezt í ljós hjá rithöfundi eitt-
um enskum fráþeim tímum. BurkeO
lýsir sigurvinningum þeirra þannig
í Annual Register 1777.
,,Þannig kom hvert happið fyrir
á fælur öðru, scm sópaði burt allri
mótstöðu á leið norðurhersins. Það
er sízt að undra þó að bæði foringj-
ar og óbreyttir liðsmenn fögnuðu
yfir láni sínu, og héldu að hepni
t) Edinund Burke nafnkendur enskur
stjórnmálamaður.