Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 52

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 52
FUGLIN3NF-Í FJÖRUNNI. Horlði eg á kvöklroSansgeislana glitrandi, glampaði á öldurnar drynjandi, titrandi. Fjöllin í náttmóCu hjúp stóSuhillandi, hafgígju söngurinn ómaði villandi. Styrkur var dreginn úr dagraddar hljóm- unum, didfleygur andvarinn lék séraS blómunum. Hvítgráan þokumökk lagSiupp úr leginum, líkklæSin aftaninn saumaSi deginum. Fuglar meS boðunum bárust að ströndinni, brimaldan þungbúin varpaSi öndinni. SkiIyrðiS breytist ei lífskröfu laganna, að leita sér hvíldar frá erfiSi daganna. Óðum á götunni fólkinu fækkaði, friðurinn nálgaSist, kliSarinn lækkaði. Helgiblær náttboðans kaupstaðinn krýn- andi, kom fram á leiksviðið valdamark sýnandi. Litbrigðin sáust á Ijósroða björmunum, lokaði svefngyðjan þreyttustu hvörmunum. Eg stóð þarna hugsandi um Iífdaga lend- ingu, Ijóshvörfin ómálga gáfu mér bendingu. ViS stöndum í brotsjónum allir á öndinni í óvissu hvc nær við fljótum að ströndinni, þar sem er endir á umliðnu raununum og útbýting réttmæt á síSustu laununum. Nóttin er ástmeyja einbúans vonanna, aflvakinn dýrasti jarðnesku sonanna, handmjúki læknirinn sárustu sáranna, síðasti þerrarinn beiskustu táranna, leiðarinn bezti frá gáleysi glaumanna, gjafarinn miidasti fegurstu draumanna. Þó byrinn sér hreyfi í hamingju voBunum, er hættan oft viðsjál í lágskerja boðunum. Þó birta sé næg til að lýsa upp að lönd- unum, í leyni er oft Hrappur á vogskornu strönd- unum, sem miSar í bálinn þinn ógæfu örinni, er áfram þú stefnir aS langþreyðu vörinni. Hugur minn dapur af dvalanum vaknaöi, dagsins meB ljósgeisla fjöldann eg saknaði. Skotgný eg heyrði sem aflknúinn ómaði, eldblossinn kvikur um sæflötinn IjómaSi. Hver er að raska hér rósemi draumanna og rita með blóðstöfum yfirborð straum- anna? Maður viS hlið mína hljóðlega stansaði horfði á sæinn og fljótlega ansaði: ,,Eg skatit á einn fugl en hann féll ei á bárunutn, og flakandi vængurinn lafir með sárunum. Eg nenni ekki að setja fram bát til að bjarga ’onum, fyrst byssan mín gat ekki náS til að farga 'onum“. Eg leit fram á hafið þar hrannirnar brotn- uðu, hefndin og sorgin í brjósti mér drottnuðu. Eg sá hvar hann veltist á öldunum æSandi, aflvana, saklaus, með vænginn sinn blæð- andi. Rekinn á flótta úr friðhelgi draumanna farinn úr augsýn á víðlendi straumanna. Þeir tala um friðinn í ritum og ræðunum meðan runnið fær blóðið úr smælingjans æðunum, er ósjálfrátt réttar síus leitar að lögunum við libarða strönd eða í dældóttu högunum. Þetta er tnannshöndin — morðvopnin svík- jandi— miskunnarverkin, sem eru hér ríkjandi. Hvenœr mun blána frá blessuðum deginum, sem boðar oss friðinn á ófarna veginum? Nær munu svikin og síngirnin þrotnandi, samhygð og viðkvæmni í faðmlögum • drotnandi ? Það verðurei fyr en að frjóöngum heimsk- un nar, fleygt er af réttvísi í dauðahaf gleymsk- unnar. StríBum því samhentir, vakandi, vinnandi veginn til sigurs og mannúðar finnandi. Reynum að hlynna að sárunum svíðandi, sýna þeim lílcn, sem er eittmana og líSandi. Eg veit af svo tnörgum er velkjast í kafinu, sem vængbrotni fuglinn á grunnlausa hafinu. (Þctta fagra kvæði var sent til birtingar í Syrpu af S. Sölvason, aktýgjasmiS í Wcstbournc, Man. orkt af systursyni hans, Gísla Óiafssyni frá Eiríksstöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.