Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 30
GAMIAR MXNNINGAR. (Eftir Jónas J. Húnford). Guðmunclur hét maöur, skagfirzk- ur að ætterni. Faðir hans var Páll er lengi bjó á Mælifellsfi í Skagafn ði, á fvrra hluta 19. aldar. Þrjú voru systkini Guðmundar, einn bróðir, Björn að nafni og- tværsystur, Rann- veig og Ingibjörg. Voru þær búð- ar hinar merkustu konur. Rann- veig var gift Magnúsi Andréssyni frá Kolgröf, síðar óðalsbónda á Steiná í Svartárdal í Húnavatns- sýslu. Þau áttu sex börn, hvert öðru mannvænlegra. Þeirra synir voru þeir síra Jón Ólafur, sem Iengi var prestur á Mælifelli,og Konrúður, sem nokkur ár bjó á Syðsta Vatni og dó þar, litlu eftir síðustu alda- mót. Rannveig var mikil kona, vel skynsöm, hreinlynd, en berorð, og sagði alvarlega meiningu sína, hverjum sem í hlut átti. Mún vand- aði mjög til uppeldis barna sinna og bar það góðan ávöxt; þau urðu öll meðal hinna fremstu að allri menningu. Ingibjörg systir hennar var gift Þorvaldi á Framnesi, og var mikiihæf og góð kona. Björn bróðir þeirra var dulur og seingerð- ur og kvað eigi mikiö að honum; var þ<5 sæmilega greindur maður og nokkuð mentaður. Guðmundur var yngstur þeirra systkina. Hann fæddist upp með foreldrum sínum á Mælifellsá, og voru því æskustöðv- ar hans þar. Guðmundur var með- almaður á vöxt,dökkur á hár.grann- leitur í andliti, sviphreinn meögáfu- leg augu, fjörlegur og einarður í framkomu sinni; snyrtimenni og skemtinn í viðkynningu; hann hafði ljósar og skarpar gáfur og grundaða skoðun; mentaður varhann umfram flesta samtíðamenn sína ólærða; unni mjög menntun og menningu, frelsi og franiförum. Hann kunni og ritaði móðurmál sitt unifram ílesta á þeim tíma; kunni vel danska tungu og reikning og var vel að sér í landafræði. Hann ritaði fagur- lega, hreina, tilgerðarlausa ogsjálfri sér samkvæma rithönd. Vinfastur var hann, og valdi sér þá aðvinum, sem honum fanst, að hefðu glögg- ast auga fyrir skyldum mannsinsog ákvörðun lífsins eins oghann komst að orði; haun sagði þá vera ríkari hinum ríku. Skáldmæltur var hann en hélt því lítið fram. Helzt hygg eg að menntun og menning hafi ítt við skáldgáfunni hjá Guðmundi, og hann hafi verið meira lærdóms en náttúru skáld, og það hygg eg, að hann kvæði lítið á yngri árum. Af suintim var hann álitinn enginn reglumaður; fundu honum það helzt til, að hann legði um of lag sitt við Bakkus, var enda nokk- uð hæft í, að það spilti hag hans. Vinnumaður var hann í betra lagi, og sláttumaður með afbrigðum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.