Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 45

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 45
ORUSTAN VlÐ SARATOGA 171 þetta bragð Ameríkumanna og um leið aðstoðað félaga sína í vinstri fylkingararminum, hina hraustu sveit, sem átti við slíkt ofurefli að etja, og hefði hlotið að riðlast ef henni hefði ekki komið þessi hjálp. Nú var barist ákaft á báðar hlið ar. Ensku fallbyssurnar voru tekn- ar og náðust aftur livað eftir annað; en þegar enska liðið, sem næst þeim var lét undan síga vegna liðsmunar náðu Ameríkumenn einni fallbyss- unni alveg og skutu með henni á Englendinga. Majórarnir Williams og Ackland voru báðir teknir hönd- um, og báru Ameríkumern hærri hluta á þeim hluta orustuvallarins. Miðhluti brezku fylkingarinnar stóð ennþá fastur fyrir; en nú kom ame- ríski hershöfðinginn Arnold í orust- una og hjálpaði landsmönnum sín- um meira en heilar hersveitir hefðu getað gert. Þegar orustan hófst hafði Gates svift Arnold öllu for- ingjavaldi, út af deilu, er þeir höfðu komist í um orustuna 19. september. Hann hlustaði um stund í amerísku herbúðunum á gnýinn af orustunni, sem hann, samkvæmt herlögum, hafði engan rétt til að taka þátt í, hvorki sem foringi né óbreyttur liðsmaður. En hið æsta skap hans gat ekki þolað slíkt aðgerðarleysi. Hann heimtaði hest sinn, stóran brúnan bardagahest, varpaði sér í söðulinn • og reið á harða stökki þangað sem orustan var áköfust. Gates kom auga á hann og sendi aðstoðarforingja sinn til að skipa honum að snúa aftur; en Arnold keyrði hest sinn áfram og tók sjálf- ur stjórn yfir þremur liðsveitum, sem hann hafði áður ráðið yfir, og buðu þær foringja sinn velkominn með fagnaðarópum. Hann leiddi þær viðstöðulaust móti niiðri fylk- ingu Breta; og síðan þeysti hann um aliar fylkingar Ameríkumanna og gaf skipanir um að endurnýja áhlaupið, og var skipunum hans óðara hlýtt. Var Arnold sjálfur fyrirmynd að hreysti og dirfsku, og hleypti nokkrum sinnum með brugðnu sverði inn í miðja brezku fylkinguna. Brezku herforingjarn- ir gerðu skyldu sína; og var Frazer fremstur þeirra í því að koma aftur skipulagi á íylkingarnar þar sem þær riðluðust og koma kjarki í liðið bæði með orðum og verkum. Ilann reið steingráum hesti og var klædd- ur í fullan einkennisbúning yfirfor- ingja. Var hann mjög mikið íaug- sýn bæði vina og óvina, Morgan ofursti hélt að útkoma orustunnar væri undir því komin, að þessi djarfi foringi félli; kallaði hann saman nokkra hina beztu skotmenn úr sveit sinni, benti á Frazer og sagði: ,,Þessi maður er Frazer yfirforingi. Eg dáist að honum, en hann verður að deyja. Sigur okkar er undir því kominn. Verið á verði í runnanum þarna og gerið skyldu ykkar“. Innan fimm mínútna féll Frazer dauðsærður og var borinn til ensku herbúðanna af tveimur hermönnum. Rétt áður en að kúlan, sem veitti honum banasárið, hitti hann, hafði kúla stýft sundur hnakkreiða hans og önnur farið gegnum makkann á hesti hans rétt fyrir aftan eyrun. Að- stoðarforingi hans hafði veitt þessu eftirtekt og sagði við hann: ,,Það er sýnilegt að það er sérstaklega miðað á þig; væri ekki hyggilegt að þú yfirgæfir þennan blett?“ Fraz- er svaraði: ,,Skylda mín bannar mér að fiýja hættuna“; og í sömu svipan féll hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.