Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 38

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 38
164 SYRPA sem þannig' var safnað saman í Kanada, átti aö halda suður meö vötnunum og Hudsonánni. En um leiö átti brezki herinn í New York, eða mestur hluti hans, að halda norður meö ánni; og var svo til ætlast, aö báðir herirnir mættust í borginni Albany, sem stendur viö ána. Meö þessari aðferö átti aö slíta allar samgöngur milli norður- ríkjanna og bygöanna fyrir vestan og sunnan. Síöan átti að draga þar saman óvinnandi her til að bæla niöur allan mótþróa í Ný-Englands ríkjunum; og var gert ráð fyrir, að þegar því væri lokið mundu hinar nýler.durnar fljótt gefast upp. Am- eríkumenn virtust ekki hafa neitt lið reiöubúiö, sem gæti orðið þess- um hreyfingum brezka hersins þránd ur í götu. Meginher þeirra, undir stjórn Washingtons, hélt vörö yfir Pennsylvaníu og suöurríkjunum. Að minsta kosti trúði brezka her- stjórnin því, aö Ameríkumcnn yrðu aö leggja til bardaga til aö lcoma í veg fyrir að þessi aðferð yrði notuö; og að þá mundi konungsherinn, sem bæði yrði mannfieiri, og betur æföur, vinna glæsilegan sigur. Þaö er engum vafa bundið, að ráöagerö þessi var.með hyggindum gerö; og hefði framkvæmdin hepnast aö sama skapi og undirbúningurinn,eru mjög mikil líkindi til að sameinuöu ríkin þrettfm heföu náöst aftur. eöa heföu mfitt lúta í lægra haldi. Sjfdfstæði þeirra, sem yfirlýsingin var gerÖ um 1776, hefði þá orðið að engu áður en tvö ár voru liðin. Enn sem komið var hefði Ameríka ekki feng- ið hjálp frá nokkru veldi Norður- álfunnar. Aö vísu er þaö rétt, aö England var yfirleitt litiö öfundar- augum og fitti óvild að rnæta. Sú skoðun var ríkjandi, að það hefði með friðarsamningunum í París fengið vald fram yfir önnur Iönd, sem væri hættulegt fyrir valdajafn- vægið. En þó að margir væru fús- ir til að veita sár, haföi enginn enn þorað aö ganga til atlögu; og Am- eríka heföi engan stuðning fengið, hefÖi hún beöið ósigur 1777. Burgoyne hafði fengið á sig frægð- arorð fyrir afreksverk í Portúgal í síðasta ófriðnum, sem báru vott um dirfsku og snarræði. í dirfsku stóð hann sjálfur engum hershöfðingja, sem ráðið hefir fyrir brezku liði, að baki. Hann hafði allgóða æfingu í hernaðarskipun og ágæta vitsmuni og þekkingu. Hann hafði marga góða og reynda undirforingja sér til aöstoðar, þar á meðal majór-general Philips og yfirsveitaforingja P'razer. Lið hans alt, að stórskotaliði und- anteknu, var hér um bil 7,200 menn. Nærri helmingur þeirra voru Þjóð- verjar. Hann hafði einnig Kana- diskt hjálparlið, sem var tvö til þrjú þúsund manna að tölu. Hann sendi boð öllum bardagamönnum ínokkr- um Indíánafiokkum í grend við vest- ur vötnin og bað þá aö ganga í liö með sér. Miklum mælskukrafti var eytt bæöi á Englandi og í Am- eríku til að hallmæla honum fyrir að nota slíkt villimannalið. Samt gerði Burgoyne ekkert annaðen það sem Montcalm, Wolfe og aðrir frakkneskir, amerískir og enskir hershöfðingjar höfðu gert á undan honum. Hiö taumlausa grimdar- æði Indíánanna, æfingarleysi þeirra í reglulegum atlögum og þaö að ó- mögulegt var að hafa nokkra sljórn yfir þeim gerði þjónustu þeirra í rauninni mjög gagnslitla, eða alveg gagnslausa, þegar erfiðast var. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.