Syrpa - 01.03.1914, Page 38
164
SYRPA
sem þannig' var safnað saman í
Kanada, átti aö halda suður meö
vötnunum og Hudsonánni. En um
leiö átti brezki herinn í New York,
eða mestur hluti hans, að halda
norður meö ánni; og var svo til
ætlast, aö báðir herirnir mættust í
borginni Albany, sem stendur viö
ána. Meö þessari aðferö átti aö
slíta allar samgöngur milli norður-
ríkjanna og bygöanna fyrir vestan
og sunnan. Síöan átti að draga
þar saman óvinnandi her til að bæla
niöur allan mótþróa í Ný-Englands
ríkjunum; og var gert ráð fyrir, að
þegar því væri lokið mundu hinar
nýler.durnar fljótt gefast upp. Am-
eríkumenn virtust ekki hafa neitt
lið reiöubúiö, sem gæti orðið þess-
um hreyfingum brezka hersins þránd
ur í götu. Meginher þeirra, undir
stjórn Washingtons, hélt vörö yfir
Pennsylvaníu og suöurríkjunum.
Að minsta kosti trúði brezka her-
stjórnin því, aö Ameríkumcnn yrðu
aö leggja til bardaga til aö lcoma í
veg fyrir að þessi aðferð yrði notuö;
og að þá mundi konungsherinn,
sem bæði yrði mannfieiri, og betur
æföur, vinna glæsilegan sigur. Þaö
er engum vafa bundið, að ráöagerö
þessi var.með hyggindum gerö; og
hefði framkvæmdin hepnast aö sama
skapi og undirbúningurinn,eru mjög
mikil líkindi til að sameinuöu ríkin
þrettfm heföu náöst aftur. eöa heföu
mfitt lúta í lægra haldi. Sjfdfstæði
þeirra, sem yfirlýsingin var gerÖ
um 1776, hefði þá orðið að engu
áður en tvö ár voru liðin. Enn sem
komið var hefði Ameríka ekki feng-
ið hjálp frá nokkru veldi Norður-
álfunnar. Aö vísu er þaö rétt, aö
England var yfirleitt litiö öfundar-
augum og fitti óvild að rnæta. Sú
skoðun var ríkjandi, að það hefði
með friðarsamningunum í París
fengið vald fram yfir önnur Iönd,
sem væri hættulegt fyrir valdajafn-
vægið. En þó að margir væru fús-
ir til að veita sár, haföi enginn enn
þorað aö ganga til atlögu; og Am-
eríka heföi engan stuðning fengið,
hefÖi hún beöið ósigur 1777.
Burgoyne hafði fengið á sig frægð-
arorð fyrir afreksverk í Portúgal í
síðasta ófriðnum, sem báru vott um
dirfsku og snarræði. í dirfsku stóð
hann sjálfur engum hershöfðingja,
sem ráðið hefir fyrir brezku liði, að
baki. Hann hafði allgóða æfingu í
hernaðarskipun og ágæta vitsmuni
og þekkingu. Hann hafði marga
góða og reynda undirforingja sér til
aöstoðar, þar á meðal majór-general
Philips og yfirsveitaforingja P'razer.
Lið hans alt, að stórskotaliði und-
anteknu, var hér um bil 7,200 menn.
Nærri helmingur þeirra voru Þjóð-
verjar. Hann hafði einnig Kana-
diskt hjálparlið, sem var tvö til þrjú
þúsund manna að tölu. Hann sendi
boð öllum bardagamönnum ínokkr-
um Indíánafiokkum í grend við vest-
ur vötnin og bað þá aö ganga í liö
með sér. Miklum mælskukrafti
var eytt bæöi á Englandi og í Am-
eríku til að hallmæla honum fyrir
að nota slíkt villimannalið. Samt
gerði Burgoyne ekkert annaðen það
sem Montcalm, Wolfe og aðrir
frakkneskir, amerískir og enskir
hershöfðingjar höfðu gert á undan
honum. Hiö taumlausa grimdar-
æði Indíánanna, æfingarleysi þeirra
í reglulegum atlögum og þaö að ó-
mögulegt var að hafa nokkra sljórn
yfir þeim gerði þjónustu þeirra í
rauninni mjög gagnslitla, eða alveg
gagnslausa, þegar erfiðast var. En