Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 22

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 22
148 SYRPA ,,Hann heitir Arnór,“ sagtSi eg. ,,Blessi mig!“ sagtSi O’Brian. ,,Já, Arnór heitir hann. Og það er nafn, sem er vissulega fullboðlegt hverjum sannkristnum manni, enóa er pilturinn verulegt prúðmenni.“ ,,Ertþú ef til vill eitthvað riðinn við lögregluna í Winnipeg?“ sagði stóri maðurinn. ,,Hreinskilnislega sagt, þá er eg það ekki núna sem stendur, en það getur farið svo, að eg hafi eitthvað saman við hana að sælda áður en dagur rennur, ekki sízt, ef eg finn ekki piltinn.11 Og gamli O'Brian barði stafnum í gólfið nokkuð sterk- lega um leið og hann sagði þetta. , ,Hér í húsinu eru engir aðrir en þeir, sem þú sérð, að undanteknum tveimur konum og einu ungbarni,“ sagði stóri maðurinn. ,,Hvað hafið þið þá gjört við piltinn?“ ,,Hvaða pilt?“ ,,Piltinn, sem eg er aö leita að— hann Arnór. “ ,,Hér er enginn piltur sem heitir því nafni“, sagði stóri maðurinn mjög önuglega. ,,Eg hefi sagt þér það áður, og segi það enn, að hér í húsinu eru engir aðrir karlmenn en þeir, sem þú sérö. Ykkur er þvi ráðlegast að snáfa héðan burtu hið skjótasta, því við förum bráðum að hátta, og hýsum enga gesti.“ ,,Við höfum alls enga löngun til að gista hér í nótt,“ sagði O’Brian; ,,og efast eg þó ekki um, að það færi hér prýðisvel um okkur. Ei; hitt er líka áreiðanlegt, að við för- um ekki héðan fyr en við vitum með vissu, hvað orðið hefir af piltinum, honum Arnór“. ,,Ut með ykkur undir eins!“ sagði stóri maðurinn mjög bistur og stóð upp. ,,Við getum sýnt þér það, gamli skröggur, að við bæði þorum og getum kastað þér út, þó þú sért írskur, og heitir O’Brian, og hafir þar að auki háð linefaleik við hinn heimsfræga Jón Sullivan— sem eir,s vel getur verið tóm lygi“. Kynblendingarnir stóðu nú líka upp, fóru úr treyjunum, brettu upp ermunum á skyrtuuum, og sýndu sig líklega til að ráðast á okkur. — Og ekki var nú hugprýðin hjá mér meiri en svo, að eg skalf á beinun- um, þar sem eg stóð á baki O’Bri- an. Og sjálfsagt hefir Björn hvíti Kaðalson borið sig betur að baki Kára, þegar þeir Sigfússynir og aðrir brennumenn sóttu að þeim. En þrátt fyrir hræðsluna, sem í mér var, einsetti eg mér aðgjöra O’Bri- an það gagn, sem eg mætti, ef til orustu kæmi. ,,Það get eg sagt ykkur, góðir hálsar“, sagði O’Brian, ,,að eg hefi aldrei viljað gjöra hark og hávaða í annara húsum, ekki sízt, ef konur og börn eru á næstu grösum. En hins vegar kemur mér ekki til hug- ar að fara héðan út, fyr en þið hafið sagt mér, livað orðið ef af piltinum — honum Arnór — sem kom hing- að í kvöld. Og á meðan við vitum það ekki með vissu, höfum við lög- mæta heimild til að vera hér, eða að öðrum kosti.að gjöra lögreglunni aðvart um hvarf piltsins“. , ,Eg skal þá sýna þér það, þorp- arinn þinn,hvort þú verður ekki feg- inn að fara héðan út, og það býsna fljótlega1', sagði stóri maðurinn og var reiður. Og um leiö fór hann með hendina ofan í annan buxna- vasann. Hann var rétt í þann veg- inn að draga stóra marghleypu upp úr vasanum, þegar haun gætti að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.