Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 6

Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 6
132 SYRPA um hiilsinn á honum ogf þrýsti hon- um upp aö mér, en kom enjju oröi upp fyrir gefishræringu. ,,Vertu sæl, elskan mín“, sagÖi hann. ,,Egkem undir eins aftur“. Svo losaöi hann sig úr faömlögum mínum, og gekk áleiðis upp að hömrunum. Rétt fyrir ofan flötina, þar sem við vorum tók viöbrött grasbrekka, og lá hún upp að björgunum. Þau voru hér og hvar meö hillum og stöllum og sumstaðar gengu fram litlar klettasnasir. Allir horfðu á eftir Einari, þar sem hann gekk upp brekkuna. Þeg- ar hann kom upp aö hömrunum nam hann staðar og leit út fyrir að hann væri að virða fyrir sér, hvar tiltækilegast væri að komast upp að hreiðrinu. Svo hófst glæfraförin. Hann fetaði hægt og gætilega upp hverja hamrabilluna á fætur annari, og var nú meira en hálfnað- ur upp að hreiðrinu. Við sem stóðum niður á grund- inni höfðum varla talað orð, en nú rauf einn þögnina og sagði: ,,Eg held hann ætli að komast það“. Það glaðnaði heldur yfir mér, því í huga mínum fann eg til metnaðar að hann,sem varunnusti minn skildi einn þora að fara aðra eins glæfra- för, þar sem enginn af öllum þeim piltum sem þar voru, höfðu haft hug til þess. Bara að honum tækist það. Eg hafði ekki af honum augun. Nú voru að eins ein eða tvær mann- hæöir eftir að grastó þeirri sem valurinn hafði sest á í fyrstu, en nú flögraði valurinn í kringum Ein- ar og rendi sér við og við að hon- um eins og hann vildi höggvahann. ,,Eg er hræddur um að hann ætli að hrapa!“ sagði einn maður- inn, sem stóð utarlega í mann- þyrpingunni, hálflágt við annan sem stóð hjá honuni. Eg lét aftur augun og hræðslu- titring lagði um mig alla. ,,Hann hrapar! hann hrapar!“ hvað við úr öllum áttum, og um leið barst til eyrna minna skerandi neyðatóp ofan frá hömrunum. Hann var hrapaður. Eg ætlaði að stökkva á stað en datt niður. Það leið yfir mig. Þegar eg raknaði við aftur, og kom til sjálfrar mín, var eg heima í rúmi rnínu og var fárveik. Var eg þá búin að liggja hálfan mán- uð í hitaveiki og með óráði. Faðir rninn sagði mér þá frá því að Einar hefði verið jarðaður viku eftir að hann hrapaði. Fólkið sem var á flötinni hefði tekið hann sem liðið lík allan sundurflakandi efst í grasbrekkunni, og borið hann heirn að Hóli. Eg var lengi lasin eftir þenna voðalega viðburð og hef aldrei orð- ið jafngóð. Eg hef aldrei gifst, en einlægt verið hérna á Hóli, og verð líklega á meðan eg lifi. En uiér er nú orðið mál á hvíldinni því eg er nú orðin gömul og þrái að fá að leysast héðan. Hér þagnaði hún og bar svuntu- hornið upp að augunum, og eg sá að nokkur tár runnu niður hinar fölu kinnar hennar. Eg hafði mig á kreik og fyrir ærnar. En þegar eg kom afiur var Guðrún eins og hún var vön, skrafbreyfin og blíð við mig. Þegar kvöld var komið, rákum við kvífénaðinn heim, og vorum við Guðrún gamla, þá orðnir beztu vinir. Sagði hún mér marga sög- una þann tíma sem eg var á Hóli, og reyndist mér æfinlega sem bezti vinur minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.