Syrpa - 01.03.1914, Blaðsíða 37
ORUSTAN VIÐ SARATOGA.
Eftir Sir Edward Creasy.
(Lauslepa þýtt af'síra GutSm. Árnasyni).
Norðurnýlendurnar fimm Massa-
cliusetts, Connecticut, Rhode Is-
land, New Hampshire og Vermont,
sem vanalega eru nefndareinu nafni
Ný-Englands ríkin, voru aðal-stðð
uppreistarinnar gegn heimalandinu.
Mótstaðan var ekki eins áköf og
útbreidd í aöal-nýlendunni í New
York-ríkinu og enn þá síður í Penn-
sýlvaníu, Maryland ogððrum suður-
nýlendunum, þó aistaðar bæri ógn-
ar mikið á henni. Sérstaklega má
geta þess,að margir hinna atkvæða-
mestu manna í Virginíu sýndu mik-
inn áhuga í frelsisbaráttu Ameríku;
en einkum var það þó meðal afkom-
enda hinna ströngu ,,púrítana“ í
Ný-Englands ríkjunum, sem að andi
Cromwells og Wanes var vakandi.
Ibúar þeirra buðu brezka konungs-
valdinu fyrst byrginn í vopnaðri
uppreist og þeir voru ákveðnastir í
því að berjast til þrautar fremur en
að afsala sér nokkrum réttindum.
Þeim hafði tekist að neyða brezka
herliðið til að yfirgefa Boston 1775,
og viðburðir ársins 1776 höfðu gert
New York.sem konungssinnar náðu
á sitt vald það ár, að aðalstöð allra
framkvæmda brezka hersins.
Maður þarf að eins að renna aug-
um yfir landabréf af Ameríku til að
sju, að, J-Iudsorj-áin, sem fellur í
Atlantshafið hjá New York, rennur
frá norðri til suðurs bak við Ný-
Englands ríkin og myndar hér um
bil rétt horn við strandlínu þeirra.
Til norðurs frá Hudsonánni sér mað-
ur röð af smávötnum, sem liggja að
landamærum Kanada. Það er nauð-
synlegt að taka vel eftir þessum
landslagseinkennum til að skilja
hernaðaraðferð Englendinga 1777,
aðferð, sem orustan við Saratóga ó-
nýtti með öllu.
Englendingar höfðu all-mikinn
herafla í Kanada, og 1776 höfðu
þeir algerlega rekið af höndum sér
ameríska herinn, er hann gerði árás
á bygðir þeirra þar. Brezka ráða-
neytið afréð að færa sér í nyt næsta
ár hagræði það, sem yfirráðin yfir
Kanada buðu, ekki að eins til þess
að verjast þaðan heldur og til þess
að gera áhlaup á uppreistarnýlend-
urnar, seni riði þeim að fullu. í því
skyni var brezka herliðið í Kanada
aukið stórum. Sjö þúsund æfðir
hermenn voru sendir þangað frá
Englandi ásamt vel útbúinni stór-
skotaiiðsdeild; og voru valdir og
reyndir berforingjar settir yfir þetta
lið. Mikill herútbúnaður var einnig
sendur handa kanadiskum sjálfboða-
libum, sem gert var ráð fyrir að
tækju þátt í áhlaupinu. Her sá,