Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 46

Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 46
172 SYRPA Alt liB Burgoynes var nú neytt til að láta undan síga í áttina til her- búöa sinna; algert stjórnleysi ríkti í miðhluta og vinstri armi fylkingfar- innar, en fótg-önguliöiö og sveitin, sem fylkt var næst því, stóöu á móti áhlaupinu, og hinn hluti fylk- ingarinnar komst með mestu naum- indum til herbúðanna. Sex fall- byssur urðu eftir í höndum óvinanna og mesti fjöldi dauðra og særöra á orustuvellinum, einkanlega úr stór- skotaliðinu, sem höföu staöið viÖ fallbyssurnar þar til þeir voru skotn- ir niður eða féllu fyrir byssustingj- um Ameríkumanna. Fylking Burgoynes hafði beðið ó- sigur, en orustan var ekki enn á enda. Englendingar höfðu varla náð herbúðunum fyr en Ameríku- menn, sem ráku flóttann, réðust á herbúðirnar í ýmsum stöðum með miklum ákafa; ruddust þeiryfirvíg- girðingarnar gegnum ákafa kúlna- hríð. Arnold, sem virtist veraóður af bardagaákefð þennan dag,eggjaði liöið á að ráðast á víggirðingarnar þar sem fótgönguliðið, sem Balcarr- es lávarður stýrði, hafðist við. En Englendingar tóku hraustlega á móti honum. Bardaginn varð þar harður og langur. Loksins, þegar komið var undir kvöld, komst Arn- old, sem unnið hafði bug á öllum erfiðleikum, með nokkra af hraust- ustu fylgjendum sínum inn fyrir víggirðingarnar. En á þessari þýð- ingarmiklu stundu sigurs og hættu, særðist hann illa á fæti; hafði hann áður orðið sár á honum í áhlaupinu á Quebec. Þó að honum líkaöi það stór-illa, varð hann að láta bera sig burtu. Félagar hans héldu áfram árásinni. En Englendingar gáfust ekki upp. Loks var nótt komin og yfirgaf þá áhlaupsherinn þenna hluta virkisins. Á öðrum stað haföi árás- in hepnast betur. Flokkur Amer- íkumanna, undir stjórn Brookes of- ursta, braust í gegnum skeifumynd- uðu víggirðinguna,sem skýldi hægri armi hersins, og sem var varin af hessnesku hermönnunum, sem Breymann ofursti var fyrir. Þjóð- verjarnir vörðust vel og Breyman féll; en Ameríkumenn uröu ekki hraktir til baka. Náöu þeir ýmsum föngum, tjöldum, byssum og miklu af skotfærum, sem voru mjöggeng- in til þurðar hjá þeim. Með því að ná fótfestu á þessum stað, höfðu Ameríkumenn fundið ráð til að hrjóta hægri hliðarfylkingu brezka hersins og komast á bak honum. Um nótt- ina skifti Burgoyne alveg um fylk- ingaskipun til þess að koma í veg fyrir þáhættu. Hann færði allan her sinn með mestu herkænsku ánokkr- ar hæðir nálægt ánni nokkuð fyrir notðan herbúðirnar og fylkti liöinu þar, því hann bjóst við að á sig yrði ráðist næsta dag. En Gates var á- kveöinn í að leggja ekki sigur þann sem hann var búin að vinna, í hættu. Hann ónáðaði Englendinga með smáorustum, en reyndi ekki að gera reglulegt áhlaup. Meðan á því stóð sendi hann liðsfiokka báðu megin árinnar til þess að aftra brezka hernum frá að fara aftur yfir ána og til að vera í vegi fyrir honum, ef hann léti lengra undan síga. Þegar nótt var komin, varð Burgsyne aö draga sig í hlé aftur; hélt hann því með liðið um nóttina í storrni og rigningu áleiðis til Saratoga; voru hinir veiku og særðu skildir eftir, ásamt meiri hlutanum af farangri, í höndum óvinanna. Áður en hinir síðustu yfirgáfu her-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.