Syrpa - 01.03.1914, Side 9

Syrpa - 01.03.1914, Side 9
RAUÐÁRDALNUM 135 Þegar vií5 komum suöur að Broad- way-stræti, nani Arnór staöar. Þar á strætishorninu stóðu tvær dökk- klæddar konur, og sá eg að hann þekti þær, því hann lyfti hattinum og gaf sig á tal við þær. Og það leit jafn vel út eins og þær hefðu verið að bíða þarna eftir honum. Og í fyrstu datt mér í hug, að kon- ur þessar væru íslenzkar og ættu heima þar skamt frá, því margir íslendingar bjuggu á þeim árum fyrir sunnan Broadway-stræti, á hinni svo nefndu ,,Hudson's Bay sléttu". — En ekki höfðu þau lengi talað saman, áður þau lögðu af stað austur Broadway-strætið, og gengu konurnar samsíðis á undan. Eg fór á eftir þeim. Þau gengu mjög hratt, og eg gekk líka mjög hratt, og gætti eg þess, aðláta ekki vera lengra milli mín og þeirra, en sem svaraði tuttugu og fimm föðm- um. Eg bjóst nú við að þau mundu þá og þegar beyja út af strætinu og halda heim að einhverjum af timb- urkofum þeim (eða s/ianties), sem þar voru á víð og dreif suður á fiöt- inni milli Broadway og mölunar- mylnu Hudson’s Bay-félagsins. En því fór fjarri. Þau héldu rakleitt, austur þangað til þau komu -að Broadway-brúnni. Þar sneru kon- urnar aftur, en Arnór gekk út á brúna, borgaði brúar-tollinn og hélt svo áfram yfir í St. Boniface. Eg mætti nú konunum vonum bráð- ara. Þær gengu eins hratt til baka og þær höfðu gengiö austur — ef til vill dálítið harðara. Og þegar eg fór frarn hjá þeim, þóttist eg sjá að þær væri ekki íslenzkar. Onnur var nieðaldra kona, há og gild og breiðleit, en liin var ung- legri — á að gizka hMf-þrítug — há Og grönn og (eftir því, sem eg gat bezt séð) mjög fríð sýnum og djarf- leg. Þær gættu víst að því, að eg veitti þeim eftirtekt, því eg varð var við það, að þær nántu staðar sem allra snöggvast og horfðu á eftir mér, þegar eg var nýfarinn fram hjá þeim. Eg þóttist nú vita að það væri einhver yfir í St. Boniface, sem Arn- ór ætlaði að finna, og konurnar, setn höíðu fylgt honurn austur að brúnni, vissu um erindi hans. Eí til vill var hann verkfæri í þsirra höndum, og var að öllum líkindum að fara þetta fyrir þær. Eg hugs- aði mér að halda á eftir honum yfir í þorpið og vita í hvaða átt hann færi, þegar þangað kæmi. Klukk- an var enn ekki orðin ellefu, og enn var töluverð umferð á strætunum. Eg sá því alls enga ástæðu til að hætta eftirförinni að svo stöddu. Eg tafðist lengur á brúnni en eg hafði búist við, því að eghafðienga smápeninga í vasanum til að borga toll þann, er hverjum manni bar að greiða, sem um brúna fór (en það voru tvö cents). Eg rétli brúarverð- inurn fimm-dala seðil, og leið nokk- ur stund áður en hann gat skift honum í smátt. Og þegar egloks- ins komst yfir brúna, var Arnór kominn góðan spöl inn í þorpið. En eg kom fijótt auga á hann og sá að hann gekk norður Tachc Avenue og fiýtti hann sér svo mikið, að þó eg næstum hlypi við fót, þá dró alt af lieldur sundur en saman með okkur. Alt í einu beygði hann inn á Ruz Grandin. Og þegar eg kom þangað, sá eg að hann var horfinn. Þar austur á götunni (sem er mjög stutt) voru að eins fá hús, og var langt á milli þeirra, að undan-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.