Syrpa - 01.03.1914, Síða 62

Syrpa - 01.03.1914, Síða 62
“BÝSNIN MESTA Á SJÓ” ii. „Býsnin mesta á sjó“, hinn sögu- legi viðburður á hafinu, er birtist í Syrpu fyrir nokkuru, gaf mér livöt til að færa í letur viðburð þann er hér fer á eftir. Eg heyrði hann heima á íslandi fyrir nálega 40 árum, þá sagðan af gömlum manni, Páli bónda Jónssyni, er lengi bj<5 á Kaldbak. Sá bær er nyrstur í Staðar prestakalli við Stein- grímsfjörð. Og frægur er hann í sögunni, því þar ól aldur sinn til æfiloka, einn af vorurn mestu land- námsmönnum, Onundur tréfótur, er áður reiddi blóðgan brand í Haf- ursfjaröarorustu gegn Haraldi hár- fagra — Lúfu. — Og þar framar- lega í Kaldbaksdal finst hans þús- und ára grafarkumbl, og er vel þekkilegt þann dag í dag. Páll þessi var þá áttræður að aldri. Hann var sögufróður maður og sannorður, greindur mörgum frem- ur, og hagorður við tækifæri. Hann mun hafa búið á Kaldbak yfir 30 ár, og þar deyði hann á níræðis aldri. Hann sagði frá viðburði þessum, mér áheyrandi. Þó var hann eigi sjónarvottur, því þetta hafði skéð, litlu fyrir eða eftir hans fæðingar- dag. Þá var hákarla veiðistöð sú á Kaldbakslandi norðarlega er,,Skrefi- ur“ var kölluð, og hafði svo verið frá ómunatíð. Þangað sóttu inn- sveitamenn úr Strandasýslu til veiði- fanga. Þessu til sönnunar sjást þar enn í dag 3 eða 4 fornar búða- tóftir. Stærstu skip sem þá gengu til veiða voru sexræðingar. Lending var þar fremur hættu- leg, en stutt framræði til hákarla- setu, er mjög var tíðkuð á seinni öldum og alt fram á vora daga, þótt nú sé hætt að mestu. Hákarla-mið tvö eru þar tilnefnd. Grunnmiðið hét ,,Arkarboði“, var hann um hálfa mílu danska frá landi. En djúpmiðið hét ,,Hryggur“, og var hann hálfri mílu fjær en Arkar- boði, eða heila mílu frá Skreflum. Þangað var eigi róið nema í stilli- veðrum, og fylgdust þá Sk.reflubúar að í góðum félagsskap. Svo er sagt, að einn blíðviðrisdag reru tvö skip frá Skrefium fram á Hryggjarmið til hákarlaveiða. Öfl- uðu menn ágætlega og hlóðu skipin. Og festu auk þess svo mikið utan- tíorðs, sem treysta rnátti að fleytt yrði til lands. Það kölluðu menn að róa fyrir ,,hlessu“. Logn var þá og ládeyða svo ekk- ert var að óttast. Þá var venja við slíkar veiðar, að létta eigi stjóra frá grunni, fyrr en alt var undirbúið að halda til lands, jafnvel að leggja árar í keipa. Annað skipið var litlu fyr ferðbú- ið að halda til- strandar, og töluðu skipverjar til félaga sinna, um leið og þeir fóru. Kváðust þá hinir vera

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.