Syrpa - 01.10.1915, Side 14

Syrpa - 01.10.1915, Side 14
76 SYRPA II. HliFTI 1915 fljót þau liöfðu veriö aö aka tvær síðustu mílurnar. Hann hjálpaði henni ofan af sleðanum og fylgdi henni inn í veit- ingaskálann, en fór samstundis út til þess að koma hestinum fyrir. Inni í veitingastofunni sat heldri kona og vermdi sig við arininn. Hringin í kring á bekkjunum láu ferðaföt liennar, úr svo fallegu og vönduðu efni að Magnhildur varð forvitin og gat ekki látið vera að skoða þau. Og fötin sem konan var í, höfðu hvað snið og frágang álirærði, lík áhrif á Magnhildi, og dýr í nátturufræðinni, frá annari lieimsálfu. Andlitið bar á sér öll einkenni æskunnar og út frá því stafaði óumræðileg rósemd og blíða. Hárið var ljósgult, augun draum- kend, nefið ofurlítið íbjúgt. Hárið var undið upp í hnakkanum á allt annan liátt en Magnhildur hafði áður vanist. Ungur maður, fremur grannvax- inn, gekk um gólíið fram og aftur. Perðastígvélin hans stóðu nálægt ofninum, en nú var liann á fallegum saffíans skóm, fóðruðum með hvítu skinni. Hreyfingarnar voru léttar og snyrtimannlegar. “Er þetta unga konan hans Skarl- ie?” spurði veitingakonan, sem var nokkuð við aldur, og flutti stól út að ofninum og bauð Magnhildi sæti. En áður en Magnhildur gafst tæki- færi á að svara, kom Skarlie inn úr dyiunum mcð hitt og þetta dót utan af sleðanum. Sköllótt höfuð- ið, sem gægðist upp undan loðtrefl. inum og hreindýrsskórnir, sem huldu fæturnar eins og gildar við- arrætur, drógu mjög að sér atliygli kvenfólksins. — “Er þetta konan þín?” endurtók húsfreyja um leið og hún snéri sér að Skarlie—“Já, það er konan mín” sagði hann kankvíslega og lialtraði inn eftir gólfinu. Ungi maðurinn veitti Magnhildi nákvæma athygii. Ilún fann að hún stokkroðnaði í hvert skifti, er hann leit á liana. Það var eitthvað alveg nýtt, sem braust um í sálu hennar. Gat þaö verið hann? Og nú leit unga konan á hana líka. Konan bauð Magnhildi að setja sig nær ofninum, en hún sat kyr á bekk út í horninu, þar sem rökkið var mest. Klukkan var rúmlega 10 þegar þau komu á Eyrina, og öll ljós voru slokkin, jafnvcl líka í húsi því, er þau staönæmdust viö. Gömul kona, sem vaknaði við hljóminn af aktýgj- abjöllunum kom fram, opnaði dyrn- ar og leit út, snéri því næst inn aftur og kveikti. Hún hitti Magn- hildi í ganginum, bar ljósið upp að henni og sagði loks:—“Þú skalt vera velkomin!” Sterkur söðlasmíða þefur fylti gangveginn, því bæði vinnustofan og búðin voru til vinstri handar. Þessi andstyggilega lykt, gerði það að verkum að Magn- hildi varð ógreitt um svarið. Þær gengu inn í herbergi hægra megin í liúsinu. Magnhildur tíndi af sér utanyfirfötin; henni lá við köfnun. Hún var ekki fyr búin að jafna sig, er hún, án þess að líta í kringum sig, eða gefa gætur konunni, sem stóð að baki hennar og starði á hana, opnaði herbergsdyr, sem liún hafði undireins veitt eftirtekt, þegar liún kom inn í húsið. Hún brá fyrst upp Ijósinu, og leit inn. Eór því næst sjálf inn og læsti dyrunum á eftir sér. Gamla konan lieyrði jafnskjótt þrusk í herberginu, og að eitt rúmanna var fært til.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.