Syrpa - 01.10.1915, Síða 40
102
SYRPA, II. HEFTI 1915
Litaskiftingin í fatnaði frúarinnar,
hattfjöðrin og lilátursöldurnar,
vöktu í sameiningu svipaðar til-
finningar, og ómur af dvínandi
hljóðfæraslætti.
Þegar herforingjarnir kvöddu
frúna við húsdyr hennar, sagði
hún ekki orð við Magnhildi; um
leið og hún fór inn. Magnhildi
fanst frúin vísa samhygð sinni á
bug. Hún gekk heim til sín hrygg
í huga.
Það var orðið framorðið þegar
Tande kom. Hún heyrði lað hann
gekk miklu hraðar um gólfið, en
hann átti að sér. Henni fanst hún
heyra í hverju skrefi hans: “Snertu
ekki við mér;”—Ijóminn af demants-
hnöppunum, snið fatanna og hin
þögula alvara, ofsótti hiana. Hvernig
mundi frúnni hafa orðið við, ef
hún hefði heyrt þetta fótatak?
Magnhildi fanst alveg óhugsanlegt,
að hún mundi framar hlutast nokk-
uð til um sig, eftir þessar síðustu
hugarkvalir, er hún hafði átt við
að stríða. Sennilega hafði hún líka
I fyrstu komið inn tii liennar í hálf-
gerðri forvitni, og svo auðvitað á
næsta augnabliki gleymt — gleymt
öilu!
Einhver var á ferðinni. Var það
sendimiaður frá frúnni? Nei, það
var Skarlie. Hún þekti fótatakið,
það var þrískift. Hann leit á hana
forvitnislega. “Það er komið mál
til þess að leggja af stað” sagði
hann góðlátlega og tók að tína
saman ferðadótið. “Ertu að bíða
eftir einhverju?” sagði hún. Nei, en
eg hefi ekki fengið kjötið fyr en rétt
núna, og án þess gat eg ekki farið.”
Hann talaði ekki meira og var ferð-
búinn. “Vertu sæl á meðan” sagði
hann og leit á hana um leið.
“Skarlie,” sagði hún; “gafstu
Maskínu-Mörtu peninginn?” Hann
leit á hana nokkrum sinnum.
“Góða mín! var það nokkuð ljótt?”
Magnhildur fölnaði: “Oft hefi eg
fyrirlitið þig” sagði hún, “en aldrei
eins og í þetta sinn.” Hún hörfaði
undan, rauk inn í svefnherbergi
sitt, og skaut dragbröndum fyrir.
Hún heyrði að hann fór. Svo fór..
hún að hátta.
Eáein hljómbrot ómuðu frá slag-
hörpunni, svo kom dauðaþögn; ef
til vildi, hafði liann sjálfur orðið
hræddur við tónana. Hljómarnir
þögnuðu. Nú lilustaði liún á fóta-
tak hans.
Eitthvað undarlegt, óútmálanlegt
vald, hafði náð tökum á Tande.
Hún var orðin hálfhrædd við hann.
Hún vissi að jafnan hafði farið um
hana titringur við nærveru hans,
en nú þurfti hún ekki anriiað cn
hugsa um hann, til þess að komast
í slíkt ástand.
Fótatakið dó út, og upp úr öllum
þessum óransakanlegu hugleiðing-
um, fór hún að hugsa um Skarlie;
þar var hún ekki í minsta vafa.
Hvað hún gat hatað hann! Og
þegar hún hugsaði til þess, að inn-
an hálfsmánaðar yrði hann kominn
aftur, og hagaði sér eins og ekkert
hefði í skorist; þá greip hana ó-
stjórnleg reiði; hún kreppti hnefann
og opnaði hann undireins aftur;
enginn vafi var á þvi, að heimilis-
lífið mundi verða alveg hið sama og
það hafði verið hundrað sinnuin
áður. Hún ætlaði sér að reyna
að gleyma,........hann væri ekki
sá versti þegar öllu væri á botninn
hvolft; hún mætti þó lifa og láta
eins og hún vildi!