Syrpa - 01.10.1915, Page 44
106
SYRPA II. HliFTI 1915
Þær sáu engan, og héldu áfram leið-
ar sinnar.
Þegar stúlkurnar voru komnar
framhjá, stóð kona upp af stóra
stólnum í horninu. Hún var hálf-
klædd, með inniskó á fótunum, og
ógreitt hár,—Með þvf að hún vissi
að enginn bjó uppi á loftinu, og
hún sá engan á götunni, áræddi
hún út lað glugganum; hún sökk
þar ofan í hugsanir sínar, og lét
höfuðið hvíla á handleggnum. Hún
hlustaði á tónana, sem voru stöðugt
að fjærlægast. Þessir söngvar voru
endurminning um það, að Magn-
hildur hafði eitt sinn elskað söng,
og hugsað að í söngnum væri lffs-
ákvörðun sín fólgin.
Það var hún sjálf, sem stóð þarna,
og þrátt fyrir sunnudaginn, eða ef
til vill miklu fremur þessvegna,
hafði enn eigi klætt sig til fulln-
ustu, og var þó lítið að miðaptni.
Hún hrökk upp við vagnaskrölt.
Gufuskipið hlaut að vera komið.
Sú tilbreyting fékk henni að jafnaði
ánægju, og nú gleymdi hún því, að
hún var ekki nema hálfklædd; hún
mátti til að sjá hverjir komið hefðu
með skipinu. Tveir kvenmenn
höfðu komið. önnur konan hafði
barn á handleggnum og sólhlíf; en
hin bar blaktandi andlitsslæðu,
augun voru kvikleg, andlitið kring-
lótt; hún var í skotzkuin ferðaföt-
um. Um leið og vagninn þaut fram
hjá, kinkaði hún kolli til Magnhild-
ar, og leiftri brá fyrir í dökku, sól-
hrendu andlitinu; nú leit hún um
öxl og veifaði með hendinni.
Hver skyldi þetta geta verið?
Magnhildur vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið; hún gekk lengra inn
á gólfið. Hver gat þetta verið?
Henni fanst hún kannast við and-
litið, en gat þó ekki komið því fyrir
sig. En nú kom kvenmaðurinn á
fljúgandi ferðinni; fötin voru létt og
þægileg, hún hljóp upp tröppur-
nar og staðnæmdist í opnum dyr-
unurn; þær litu hvor á aðra.
“Þekkirðu mig ekki?” sagði hin
vel klædda kona, á þarlendu sveita-
máli.
“Rannveg!”
“Jú!” Og þær féllust í faðma.
“My dear! I am here blátt áfram
þín vegna. I will segja þér, at all
those years hefi ég þráð þessa stund
My dear Magnhildur!”
Hún talaði á þremur tungumál-
um, ensku, sveitarmálinu, og dálítið
af hinu venjulega þjóðmáli.
“í have spoken norsk aðeins
couple of months, og get því ekki
talað gott mál!
Hún hafði mjög þroskast, augun
ljómuðu langtum skærra en áður;
munnurinn sýndist sterklegri og
drættirnir ákveðnari og skýrari.
Pramkoman öll var hin glæsilegasta.
En hið kviklega látæði hennar og
skrautiegu ferðafötin, vöktu þó
mesta eftirtekt.
Hendurnar, sem voru breiðar og
kraftalegar, báru vitni um hennar
fyrra erviði; nú greip hún með þeim
hlýlega um hendur Magnhildar, og
þær settust báðai' hvor við annarar
hlið, og sagði hún henni frá, hvað
fyrir hana hefði komið, síðustu
firnm árin. Hún liafði ekki viljað
skrifa; því fólkið mundi ef til vill
ekki hafa trúað því, er hún skýrði
frá. Og það, að hún hafði ekki
skrifað jafnskjótt og hún kom yfir
hiafið, sem hún þó hafði lofað að
*
gera, var blátt áfram af því, að und-