Syrpa - 01.10.1915, Síða 84
146
SYRPA II. HEFTI 1915
sins og samt haldið hlut sínum 6-
skertum.
1 hverri þessara tólf herdeilda
Rússa eru hérumbil 250,000 manns,
eða um 3,000,000 í alt í stríðinu.
Miljón hermanna er reiðibúin að
fylla upp í skörðin fyrir þá, sem
falla, og 3,000,000 undir vopnum 1
herbúðum til og frá í Rússlandi.
Að öllu samantöldu er því herinn
7,000,000, og þeim er öllum stjórnað
af Nikulási stórhertoga. Allar skip-
anir viðvíkjandi stríðinu sendir
hann út frá aðalstöðvum sínum,
sem er í skólahúsi í litlum bæ sem
Brest Litonk heitir, hundrað mílur
fyrir austan Varsjá. Símskeyt-
in berast að þessum stöðvum og frá
þeim nótt og nýtan dag svo aldrei
verður hlé á. Að meðaltali berst
þaðan símskeyti einu sinni á
hverri mínútu nótt og dag; eða
1400 skeyti á hverjum sólarhring.
Nikulás stórhertogi er afar til-
komu mikil persóna. Alvarlegur,
fáorður, ákveðinn. Iiann er sex
fet og sjö þumlungar á hæð og
kallaður Nikulás langi. Hann er
sérstaklega kurteis maður; að því
leyti er 'hann gagn-ólíkur öðrum
herforingjum, að liann skreytir sig
aldrei með neinum krossum né
merkjum; hann lætur aldrei taka
af sér mynd, en þó tokst blaðar
rnönnum stundum að taka mynd
af honum. Hann hatar allar aug-
lýsingar og glamur; talar aldrei við
blaðamenn; hrósar sér aldrei af
sigurvinningum; hann bragðar
aldrei áfengi og er mjög sparneytinn
á mat. Hann er holdgrannur og
skarpleitur og gagn-ólikur öðrum
hershöfðingjum, sem flestir eru
kinnamiklir með undirhöku og
ístru, og allir skreyttir tignar-
merkjum.
Sögur og atbur'Sir, sem lýsa greini-
lega hinum miklu yfir burð.
um Nikulásar stór-
hertoga.
Pétursborg, 18. febr.
Það voru tveir bræður í Póllandi
sem hétu Lechnoski, annar var 1
liinum þýzka hluta Póllands; hinn
í rússneska partinum. Báðir voru
þeir kvaddir til hernaðar, annar
með Rússum en hinn með Þjóð-
vcrjum. Þannig vildi til að hvor
um sig varð merkisbcri herdeildar
sinnar. Ennfremur atvilcaðist það
þannig að þeir lentu í stríðið í
sama héraði, þeir áttu tal saman:
“Það er tækifæri fyrir okkur
báða að vinna sér frægð” sagði ann-
ar þeirra. “Við skulum hafa augun
hjá okkur og ekki láta tækifæri
sleppa úr greipum okkar; þú skalt
fá mér merki þitt og eg skal fá þér
mitt, svo skulum við hvor um sig
ljúga upp sögu og segja yfirforingja
okkar að við liöfum náð merkjun-
um með karlmensku og snarræði,
og lagt líf okkar í sölurnar. Með
þessu getum við hlotið frægð.”
3?eir komu sér saman um þetta
og framkvæmdu þaö. Hvor um sig
sagði frá því snarræði er hann,
hefði beitt við óvinina í orustu
og hertekiö merkið. Lýzki bróðir-
inn hlaut járnkrossinn iað heiðurs-
launum en rússneski bróðirinn
gullörn sem er tilsvarandi frægð-
ar viðurkenning á Rússlandi.
Sagan barst til eyrna stórhertogans.