Syrpa - 01.10.1915, Síða 130
192
SYRPA III. HEFTI 1915
Áhrif biblíunnar á Evrópu-
ófrióinn.
Mr. Alexander, trúboði og félagi Rcv. Dr.
J. Wilbur Chapman, skýrir frá því, aö
margir tugir þúsunda í herliði Bretlands,
beri á sér vasa-útgáfu af biblíunni á víg-
stöðvunum, og árangurinn sé mikill og
góður. Biblían frelsi eigi einungis sál-
ina, heldur líkamann líka. Og tilfærir
sem dæmi, cnskan hermann, er varðfyrir
kúlu þjóðverja. Hermaðurinn hafði
biblíuna í vasauum. Einmitt á þann staö
liitti kúlan, og fór í gegn um 400 blað-
síður, en staðnæmdist við 1. bréfið til
Korintumanna. Lengra komst liún ekki;
lífi liermannsins var borgið.
Johnson barinn niöur.
Heimsmcistari hnefaleikamanna í
þyngsta flokki, hefir svertinginn John-
son verið um ali-langt skeið. Var hann
svo rammcfldur, að tvísýnt þótti að
hann yrði nokkurn tíma yfirunninn, og
þótti hvítum mönnum slíkt skömm mik-
il. En þótt all-margir hafi orðið til þess
að keppa við hann um titil þenna, hefir
Johnson jaínan lilaðið þeim,svo eigi hefir
orðið um deilt yfirburðina. Fór svo, að
lionum bárust loks eigi fleiri hólmgöngu-
áskoranir, og settist hann svo að segja í
lielgan stein, sem hnefaleikamaður, og
bjóst að lifa óáreittur það sem eftir væri
æfinnar, enda farinn að eldast nokkuð.
í vor gcrðist þó maður nokkur, Jess
Willard að nafni, svo djarfur að skora
Johnson á liólm, og höfðu báðir viðbún-
að all-mikinn, börðust þeir svo af mik-
illi grimd um páskaleytið í Havana á
Cuba ; var svo um mælt að þeir skyldu
gangast að 45 sinnum, ef hvorugnr félli
áóur. Þurfti eigi svo mikils við, því
Willard barði surt niður, er þeir gcngust
að í 26. sinni. Var Johnson þar með
fallinn úr hcimsmeistaratigninni, og
liafði hana livítur maður. Varð þá fögn-
uður mikill meðal áhorfendanna, sein
sagt er að verið hafi um 20,000 alls.—
Hinn nýji heimsmeistari er 27 ára að
aldri, og er liann eigi talinn liafa afl við
fynrrennara sinn.en þolnari miklu, enda
neytti hann þess, er Johnson tók að
mæðast, og veitti honum þær atlögur, er
riðu honum að fullu.
Örlög Evrópu.
Ferst í landskjálfta eftir nokkra áratugi,
nema Island og fáein önnur lönd ?
Prófessorinn í landskjálftafræði við
háskólann í Filadelfíu dr. Williara
Nobles hefir nýverið spáð því, að
Norðurálfa heims fari norður og niður
eftir svo sem 60 70 ár. Spádóm sinn
reisir dr. Nobles á þeirri tilgátu, að und-
ir Norðurálfu sé jörðin öll margholuð af
eldsumbrotum og öll göng full af sjóð-
andi hrauni. Eftir atliugunum þeim er
dr. Nobles kveðst hafa gert undanfarin
ár segir liann þrýstingin neðan að á jaró-
skorpuna orðinn það mikinn, að jarð-
skorpann fái eigi lengur staðist en rúma
hálfa öld. Þá muni alt meginlandið
sprengjast, og hrynja oggraíast í Atlanz-
og Miðjarðarhafi.
Dr. Nobles telur þetta munu verða
mestu umbylting, sem enn hafi orðið í
sögu jarðarinnar. Segir hann Evrópa
verði 100 sinnum minni en nú og meðal
þeirra landa sem eftir standi verði ís-
land.
Eí þessi spádómur Dr. Nobles, rætist
verður ekki amalegt að eiga lieima á
gamla íslandi cftir 50-60 ár !
Til gamans.
í samsæti kvenna heima ú Islandi ekki
afls fyrir löngu, var verið að syngja eins
og títt er við slík toekifæri, liið alkunna
kvæði Jónasar Hallgrímss.: „Hvað er svo
glatt“, vakti þá ein konan máls á því, að
nauðsyn bæri til að víkja við vísunui:
„Látum því vinir, vínið andan hressa",
og lagði til að eftirfylgjandistælingyrði
framvegis sungin, þar alt vín væri nú
úr landi rekið. Vísan getur og átt við
hér í Manitoba og víðar. Því áður langt
lfður verða menn að drekka hér vatn í
stað víns.
Látum því vinir, vatnið andann hressa
og vínsins erfi köllum þennan dag,
og gesti vora biðjum Freyju blessa
og blanda te og kaffi þeim í dag
því meðan Lofnar gullnu tárin glóa
og glaðar meyjar kunna laumu-spil,
þá er það víst að brönugrösin gróa
þótt gamli Bakkus fari skollans til.