Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 5

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 5
GULLFARARNIR. 3 foringinn höstulega og kipti í handlegg hon- um. Pepe lirökk upp af værum blundi. «Já, herra foringi,« sagði hanri geispandi og rölti á brott. «Slíkir piltar eru ekki á hverju strái — al- veg rétti maðurinn til þess að vera á strand- verði í nótt,« sagði foringinn, og neri ánægju- lega hendurnar. La Ensenada, víkin, sem Pepe var trúað fyrir að hafa gætur á um nóttina, skarst þar inn á milli klappanna, og bar svo lítið á henni, að hún virtist eins og vera sköpuð handa vöru- sniyglum, og var því alls ekki hættulaust að hafa þar varðgæzlu á hendi. Næturþokan læddist þar líka upp að haustinu og skygði fyrir sjónina og deyfði röddina, sem kynni að þurfa að kalla á hjálp þaðan. Engum hafði dottið í hug að maður sá, er kom þangað skálmandi og gekk rösklega á varðstöð sína, væri sami maður, sem annars var vanur að slettast til í spori og hengslast áfram þegar aðrir sáu til. Nú sindruðu augu hans í myrkrinu, eins og hann ætlaði að grand- skoða alla leyndardóma þess. Klukkan var orðin tíu. Pað var kalt úti — enginn hávaði heyrð- ist frá þorpinu. Hægfara marargjálfrið þar við björgin var það eina, sem rauf þögnina. Eng- in stjarna sást á lofti. Pepe lýsti í kringum sig með Ijósberanum, og sá að hann var þar aleinn; svo lét hann frá . sér Ijósið á klöpp, og' sneri Ijósberanum þann- ig, að birtuna bar á kleifina, sem lá ofan að þorpinu, og vegurinn var eftir. Svo gekk hann fáein skref fram, vafði um sig kápu sinni og lagðist þannig niður, að hann sá bæði yf- ir víkina og kleifina. «Jú, foringi, yður þykir það miklu skifta að eg sofni,» tautaði hann, < eg sé það full- vel á miðanum, sem eg fann..............Jæja þá . . . .« Að stundarkorni liðnu marraði í sandinum í klifinu og maður læddist fram í ljósbirtuna. Pað var Don Lúkas Despiertó. «Pepe!« kallaði hann í hálfum hljóðum. Pepe bærði ekki á sér. »PepeD kallaði hann aftur nokkru hærra. Strandvörðurinn þagði sem áður. Foringinn læddist svo burtu og hvarf. Pepe lá enn litla stund. Svo spratt hann upp, teygði úr sér og hvesti augun út á sjóinn. Tunglið var nýkomið upp og óð í skýjum. Ekkert kvikt sást úti á sjónum; hann glóði í tunglsljósinu eins og bráðið silfur, en var svo eins og svört, endalaus hella þar fyrir utan. Hann þreyttist við að stara svona Iengi, og lét aftur augun og lagðist niður, og hlustaði nú vandlega. Að svo sem hálfri klukkustund liðinni heyrðihann daufan ókyrleika úti á sjónum; færðist hann smásaman nær, og varð glögg- vari. Petta var áraglamm, og fór nú Pepe að sjá dökkvan díl úti við sjóndeildarhringinn, og fór hann smástækkandi. Svo sá hann að þetta var bátur. Hann grúfði sig niður til þess að þeir, sem í bátnum voru, sæju sig ekki, þegar þeir kæmu nær. »Látið alveg eins og þið séuð heima hjá ykkur!« nöldraði hann. Svo skrjáfaði í fjörugrjótinu, þegar báturinn kendi grunns. «Og ekki svo mikið sem einn vörubögg- ull,« tautaði Pepe undrandi, »það var þó undarlegt.« Prír menn voru í bátnum; tveir þeirra stigu þegar á land, og læddust fram með sjónum fyrir neðan strandvörðinn, og hafði hann auga á hverri hreifingu þeirra. Hann sá að þeir voru klæddir sjóræningja- búningi, og heyrði annan þeirra segja, um leið og hann mundaði breiðan katalónskan hnít: »Ef einhver verður á vegi okkar, rek eg hann óðara í gegn.« «Og vertu óhræddur,« svaraði hinn; »hann liefir lofað okkur því statt og stöðugt að vörðurinn skyldi sofa.« »Pað er nú sama«, svaraði hinn; »mæti eg einhverjum, skal hann samt sofna til fulls;

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.