Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Page 7
GULLFARARNIR. 5 II. KAPÍTULI. Greifafriiin af Medíana. Um sama leyti og þetta gerðist niðri við sjóinn, var greifafrúin af Mediana kominn inn í herbergi sitt. Rað var stórt og skuggalegt, og bar lampinn daufa glætu út um herbergið. Tveir stórir gluggar vissu út að gluggsvölum, sem voru þar úti fyrir, nálægt fimm álna hátt frá jörðu; náðu gluggarnir alt niður að gólfi. Hún horfði ýmist út í gluggana og himinsort- ann eða þá á barnið sitt, sem svaf þar í vögg- unni. Hún hafði svo sem þrjá um tvítugt og var sorgarbúin, og bar því enn meira á því, hvað hún var föl útlits. Hún starði áhyggju- full á barnið, eins og hún vildi lesa forlög þess út úr því þarna, þar sem það svaf; svo beygði hún sig niður að drengnum og kysti hann á ennið. Svo tók hún lampann og gekk út að glugganum og settist þar. Rá heyrði hún alt í einu lúðurblástur í fjarska. Henni brá, því það var á óvenjulegum tíma dags, og ætlaði hún að hlaupa í bjölluna og hririgja á þjóna- lið sitt, en hætti við, til þess að ónáða ekki barnið. Svo Ieið stund, þangað til hún heyrði þrusk við svalirnar, og áður en húngat nokk- uð áttað sig, var svalaglugganum hrundið upp> kaldur vindgustur fór inn í herbergið og slökti á lampanum, og inn um gluggann vatt sér maður, og stóð í einum svip frammi fyrir greifafrúnni. Þó að reiðarslagi hefði lostið niður við fæturhennar, hefði henni ekki getað orðið verra við, því hún sá þegar að maðurinn, sem brot- izt hafði inn á hana, var Dou Antoníó, bróð- ir mannsins hennar sálaða. Hún hafði einu sinni verið ætluð þessum manni, en kjörið held- ur hinn eldra, og hafði hún svo ekkert heyrt af honum síðan. Það höfðu meira að segja flogið fyrir fregnir um, að hann væri dauður, þótt aldrei fengist sönnur fyrir því. Henni varð því heldur en ekki bilt við, er hún þekti hann og sá, hvað hann var í- skyggilegur á svip, en þó bjóst hún ekki við neinu verulega illu af honum. En það kom annað upp. «Hreifið yður ekki — kallið ekki á hjálp, svo framarlega sem þér elskið þetta barn,« sagði Don Antonió og benti á vöggu litla Fa- bíans. Hann sagði þetta með slíkri harð- neskju og hatri að greifafrúin stóð agndófa og og kom engu orði upp. Hún fann að hið umliðna þýddi ekkert fyrir þenna mann, og hún og barnið hennar var í hættu. Þó reyndi hún að átta sig og sagði með stiltri rödd: »Hver eruð þér, sem brjótist hér inn á mig sem þjófur á nóttu? Er það sonarlegt að koma svona heim til feðraheimkynna sinna, eða er Don Antoníó að eins óbrotinn glæpamaður, sem þarf að forðast dagsbirtuna?« «Hægan,« svaraði hann glottandi, »þess verður ekki langt að bíða, að eg flyt í þessa höll, svo sem vera ber, um bjartan dag, og þegnar mínir æpa mér fagnaðaróp. En nú á það betur við fyrirætlanir mínar að koma sem þjófur á nóttu.« »Hvað viljið þér þá?« sagði greifafrúin kvíðalega. «Hvað? Skiljið þér það ekki?« svaraði Antoníó svo kuldalega, að auðfundið var að hann bjó yfir meira en illu; «grunar yður það ekki, að eg er kominn til þess að gera mig að greifa af Mediana?* Nú var hún ekki lengur í vafa um, hvert erindi hans var. Hún stökk að vöggunni til þess að vernda barnið, en Antoníó hijóp á milli hennar og vöggunnar, og leit kuldalega til hennar. Hún stirðnaði upp af ósegjanlegri angist. »Náð — náð fyrir hann,« æpti hún með grátveikri rödd, »mig megið þér drepa, Don 'Anloníó — en hvað hefir hann gert yður?« «Hvað hefir hann gert mér? Er hann ekki greifi af Mediana, og er hann ekki eigandi að nafni og eignum bróður míns?— bróður míns, sem tók frá mér þá, sem mér var ætluð?« Greifinnan tók höndum fyrir andlit sér, og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.