Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 8
6
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
gat engu svarað þessari óttalegu kröfu, Don
Antoníó gekk nú að vöggunni.
«En þér vitið nú samt, að sonur minn hef-
ir ekkert gert yður.«
»Hver segir yður, að eg ætli að gera hon-
um nokkuð ilt? Eg skal segja yður, hvað ng
hefi í huga með hann, og dæmið svo. F*að
er engin eftirsjá í því fyrir hann að missa af
þeirri tign í heiminum, sem hann veit ekkert
um, ekki sízt ef eg sæi svo um, að enginn
maður, ekki einu sinni þér sjálf, væri hjá hon-
um til að minna hann á það.»
»Hvað?« æpti greifafrúin, »þér ætlið jaó
ekki að skilja okkur að? Æ nei, þér megið
ekki gera það!« sagði hún og rétti hendurnar
fram og féll biðjandi á hné.
Don Antoníó glotti og svaraði engu.
*Heldur gréifafrúin af Medíana að eg hafi
ráðizt í þetta tiltæki mitt til þess að láta dár-
ast af bænum hennar? Nei, ætlun minni skal
eg fram koma, ef,« sagði hann, og dró rýting
úr belti sér og benti með honum á vöggu Fa-
bíans,« óþarfa fyrirstaða neyðir mig ekki til
þess að misþyrma þessu barni — og þá verð-
ur það yður að kenna.«
«Ó, guð minn góður,« veinaði greifafrúin,
«ætlar þú að láta það viðgangast? Ætlar þú
engan að senda mér til hjálpar?«
»Engan orðafjölda, við skulum hraða okk-
ur að þessu, frú mín; en trú mér til, guðs
réttvísi er ekki meira virði, þegar hún sefur,
heldur en mannanna, þegar hún er blind.»
»Vel getið þér neitað réttvísi mannanna,«
svaraði greifafrúin, «en guðs réttvísi, sem þér
dirfizt að spotta, skal óefað hitta yður, jafnvel
elta yður út í auðnir og eyðimerkur, sem eng-
inn mannlegur fótur hefir stigið, og vekja yð-
ur þar sakarábera, dómara og böðul.«
»Kraftaverkin eru ekki til nú á dögum.*
svaraði Don Antoníó og hló við. «Ennúskul-
um við lúka málunum; barnið að tarna skal
ekki sofa undir þaki feðrasinna.«
»Guð varðveiti það frá því,» sagði Donna
Lúísa, og beindi til guðs svo heitri bæn, sem
mæðrunttm einum er auðið að biðja. Svo
féll hún á hné fyrir hinum harðlynda manni
og mæiti: »Antoníó! eg þekti yður áður að
því að vera göfugmenni og prúður í lund —
ætlið þér nú að flekka sálu yðar með glæp?
Æ nei, þér eruð víst bara að hræða mig, er
ekki svo?«
»Hræða yður? Nei, langt frá því, mér er
full alvara; en tíminn líður, og félögum mín-
um fer að leiðasl.«
Greifafrúin skildi á þessu, að hér var eng-
rar vægðar von. Hún var ráðþrota og hug-
stola, og gerði alt í blindni, sem hann skipaði
henni að gera, þessi miskunarlausi niaður. Hún
gekk að vöggunni, til þess að taka upp barn-
ið og klæða það, þegar hann skipaði henni
það. Henni datt í hug að reyna að kalla á
hjálp, en þá blikaði hnífur hans fyrir augum
hennar. Hún gekk niðurlút að vöggunni og
strauk lokkana frá andliti barnsins með móð-
urlegri ást og blíðu. Fabian vaknaði við, en
er hann sá að það var móðir hans, brosti hann
aðeins í svefnrofunum og sofnaði aftur. Greifa-
frúin leit í örvæntingu á kvalara sinn, en þar
var ekkert nema harkan; hendur hennar féllu
niður máttvana.
Don Antoníó hvesti á hana augum. Hún
reif sig upp og beygði sig yfir barnið og kysti
það; það vaknaði aftur við, leit upp, en var
svo syfjað að það sofnaði aftur. En þá hnipti
Don Antoníó ómjúklega við því, og við það
og gustinn inn um gluggann, vaknaði það til
fulls, sá þar ókunnugan mann inni og móður
sína flóandi í tárum; þá fór hann að verða
hræddur og grúfði sig grátandi upp að brjósti
móður sinnar.
Svo fór hún að klæða drenginn, en fór
svo hægt og dró svo tímann, sem hún gat.
En engin hjálp barst að úr neinni átt. Hún
hélt þetta ekki út lengur, þegar hún var búin
að klæða það, kysti hún það í síðasta sinni, og
féll svo í ómegin á gólfið. Barnið lá snökt-
andi hjá henni.
Don Antoníó skeytti hvorugu, en skaut lok-
unni fyrir hurðina. Síðan opnaði hann skrif-
borð hennar, þeytti öllum gripum hennar út