Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Page 11
GULLFARARNIR. 9 Hallarvörðurinn vafði fánann á höllinni í svarta sorgarslæðu, og reisti trékross í fjörunni, þar sem lík greifafrúarinnar hafði fundizt. Mörgum féll þungt hið sorglega fráfall henn- ar, og hörmuðu fráfall þeirra mæðgina, og gátu margs til. En svo dróst yfir þetta eins og annað, þegar frá leið, og það því fremur, þar sem Don Antonió, greifi af Medíana, flutti til hallarinnar skömmu síðar og hélt glæsilega innreið í tignarsetur forfeðra sinna. En hvað var orðið af Fabian? Sagan, sem á eftir kemur, á að leysa úr þeirri spurningu. III. KAPÍTULI Leiðangurinn. Sonora er og hefir verið eitt hinna auðug- ustu ríkja í ríkjasambandi Mexikóríkis; það er nyrzt þeirra allra og því lengi sízt kannað. Mátti heita að meginhluti þess væri með öllu ókunnur hvítum mönnum árið 1830, þóttnátt- úran hafi ausið þar út ölluni sínum gæðum með slíkri ofurrausn, að þess eru fá dæmi. Jörðin gaf þár tvöfalda uppskeru á ári fyr- irhafnarlaust, og auk þess var þa>- óbotnandi ógrynni gulls í jörðu. Að sönnu voru ferðir þar ærið hættulegar, því að víðlendar eyði- merkur liggja hingað og þangað um ríki þetta, og svo voru þar viða margar India'iakynkvísl- ir á reiki og ófriðuðu landið; ægilegastir þeirra voru Apakar, herská þjóð oggrimm.og höfðu þá venju að ráðast að mönnum á næturþeli. Fjöldi manna, sem fóru þar inn á öræfin, hurfu og sáust aldréi framar; fórust þeir ýmist fyrir vopnum Indíana, eða dóu af hungri og þorsta. En þeir fáu, sem komu aftur, höfðu svo margt að segja af ótæmandi gullnámum, og höfðu oft með sér gullhnúða til sanninda- merkis, og varð það til þess, að margir urðu til að leggja út í ævintýri og freista gæfu sinnar. Og þannig voru alt af nógir nýir gullfar- ar (gambúsinóar), sem voru á flökti inn um öræfin og eyðilendur ríkisins. Oftast voru þeir einir saman, því að ef þeir voru tveir, tortrygðu þeir hvor annan, eða þá að þeir slógu sér margir saman í hóp, og var þar oft misjafn sauður í mörgu fé. í þessum hópum voru jafnan glæframenn, strokumenn af skipum, fólk, sem átti f útistöð- um við dómstólana, heiðarlegir verkamenn,og svo ýmsir féþrotamenn, sem hugsuðu sér að afla sér fjár að nýju með hægu móti. En ferðir þessar mishepnuðust jafnan, af því að menn hlupu í joær undirbúnings- og fyrirvaralaust, og formenskan öll var með ras- andi ráði gerð. Um þetta leyti, sem saga vor hefst að nýju, íullum 20 árum eftir viðburði þá, er síðast var getið, kom Spánverji nokkur, Don Estevan de Arechísa að nafni, til Arispe, sem er höfuð- borgin í Sonora; hann var þar unt tíma og barst mjög á. Hann stofnaði til ferðar inn í landið með marga menn og nreð miklum út- búnaði. Enginn mutidi eftir því, að hann hefði fyr sézt í Arispe, en svo var hann nákunnug- ur öllu þar í landi, bæði landslagi og öðru, að hann hlaut að hafa einhverntíma verið þ‘ar áður fyrri. Don Estevan var maður nær fimtugu að sjá og meðalmaður vexti. Hárið var kolsvart, en farið að grána við gagnaugun, ennið kúpt, og lágu um það djúpar hrukkur jjvert og endi- langt, brýrnar loðnar og augun snör og hvöss og lágu innarlega. Nefið var bjúgt og langir kampar á efri vör. Hann var skrautmenni mikið í klæðaburði. Daglega var hann klæddur blárri treyju, al- settri silkísnúrum, og bar linda um mitti sér úr heiðblátt silki. Hann var í víðum brókum úr gulu leðri, og var utanfótar þétt röð af silf- urhnöppum; klauf var í brækurnar utanfótar upp að hné; náðu þær alla leið niður á ökía, og féllu þar ofan á stígvél úr rauðu kordí- ansleðri; voru á þau festir stórir silfursporar 2

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.