Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 17
GULLFARARNIR.
15
starði um stund ofan í jörðina fyrir fótum sér
eins og hann væri viðutan. Svo leysti hann
vatnsbtlginn frá söðulboganum, opnaði munn
piltsins og gaf honum smátt og smátt ögn að
drekka.
Eftir litla stund stundi pilturinn þungan.
Hann fór að anda djúpt, og litlu síðar opnaði
hann augun og horfði forviða á björgunarmann
sinn.
Eg þakka yður fyrir, að þér hafið látið
yður ant um mig,» gat hann loks tautað með
mestu fyrirhöín.
»Kristileg skylda! kristileg skylda!» svaraði
Kúkilló eins og hann vildi eyða þessu tali. En
hvernig í fjandanum eruð þér kominn hingað. -
»Já, hvernig er eg kominn hingað?«
Unglingurinn reis nú upp við olboga og
fcr að hugsa sig um. Og eftir því sem hann
hugsaði lengur fór hann að smátala.
«Rað er langt síðan eg misti föður minn,
cn móðir ntín er nýdáin, úr köldusótt. — Já,
svo er það. Eg jarðaði hana svo. Eg er
bláfátækur, og lagði svo af stað tii hasíendunnar
del Venadó, til þess að koma mér þar í vinnu.
— Svona var það. — Nú man eg það alt
svo glögt. — Eg veiktist líka af köldusótt. —
Eg misti vegarins í öræfunum, vatnsbelgurinn
minn sprakk af slysum. — Hesturin minn ör-
magnaðist af þorsta og datt dauður niður. Eg
drógst áfram þangað til eg hneig niður aflvana.»
Kúkilló gaf honum aftur að diekka.
«Nú, þér eruð brjóstumkennanlegur, dreng-
ur minn. Og hafa foreldrar yðar ekkert látið
yður eftir nema þennan hest, sem nú er dauð-
ur, og garmana, sem þér standið uppi í?«
Guilfarinti beið með æstri óþreyju eftir svari
unglingsins.
En hann hristi aðeins höfuðið. «Ekkertann-
að,« sagði hann, »en endurminninguna um alt
það góða, sem þau gerðu mér, og virðinguna
fyrir nafni sínu«.
í sama bili frísaði hesturinn, sem hjá þeim
stóð, Og færði sig nær, reisti faxið og neri
sér upp við eiganda sinn, eins og hann vildi
leita sér verndar.
Nokkrir gul lúlfar ýlfruðu í fjarska, en skamt
frá heyrðist púma*) reka upp hás smáöskur
en rétt á eftir drundi við sterkt öskur í tígri;**)
það var þegar orðið koldimt.
Kúkilló spratt á fætur. »Hrækvikindi þessi
eru að rífast út af hestinunr yðar. Rað þeirra,
sem verður að þoka frá, gæti vel fengið lyst
á öðrunr hvorum okkar,« sagði hann kvíðafull-
ur og stökk á bak hesti sínum. Eg hefi ekki
nema eina byssu, og þér eruð vopnlaus.»
Unglingurin staulaðist á fætur með veikuni
burðum og stakk hendinni í barm sinn.
»Eg hefi rýting,» sagði hann.
«Rað er ekki nóg. Fljótt nú! Á bak fyrir
aftan mig!»
Pilturinn hlýddi, og hesturinn brokkaði af
stað þótt nokkuð þungt væri á honum.
Oskur villidýranna lét æ hærra, þar sem
þau voru að rífast út af bráð sinni, og eymdi
Iengi eftir af því, þangað til byssuskot dundi
við og öskrin hættu.
Kúkilló hrökk saman, en sagði þó, Iíklega
til að hughreysta sjálfan sig: »LíkIega hefir
einhver amerískur veiðimaður ónáðað þau;
þeir eru hér oft á reiki og koma til Arispe til
þess að selja otra- og bjóra-be!gi.»
Svo riðu þeir áfrarn þegjandi.
«Hvert eruð þér að fara með mig?« sagði
þá pilturinn eftir litla stund.
»TiI nokkurra vina minna, sem ætla að
verða við tjörnina í nótt, og halda svo áfram
til hasíenda del Venadó á morguit — og þér
sögðust áðan einmitt ætla þangað, til þess að
leita yður atvinnu — eða var ekki svo? En
eg skal nú ráða yður til nokkurs, þar sem
þér getið haft ofan af fyrir yður með hægra
móti, og fengið meira upp úr, en þér þurfið
með. Hafið þér ekki heyrt talað um gullfara-
leiðangurinn mikla, sem ætlar að leggja af
stað frá Túbak að fám dögum liðnum, og
halda hér inn í landið?»
«Nei.«
*) Amerískt Ijón.
**) flekkótti Jagúarinn er kallaður tígur í Mexikó
og Suður-Ameríku.