Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 22
20
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Reir tóku boðinu með þökkum. Pilturinn
hneigði sig þegjandi og gekk fram í eldsbirt-
una. Don Estevan horfði enn á Tíbúrsió, og
var sem honum væri ekki um hann— að hon-
um félli illa að sjá hann. Tíbúrsió var fríður
sýnum, jarpur á hár, dökkur á brún og augun
bæði stór, dökk og fögur. Hann hafði íbogið
nef, var munnfríður og bar lítinn kamp á
efri vör.
Risavaxna veiðimanninum brá líka, eins og
Don Estevan, þegar hann sá unga manninn.
En hann sagði ekkert, teygði húfuna lengra
niður yfir augun og sat kyr.
«Komdu, Pepe,» kallaði hann, «hvað
ertu að slæpast? Komið og sýnið kurteisi.*
Pepe kom og þó dræmt, tautaði eitthvað fyr-
ir munni sér og settist hjá honum; hann hafði
troðið loðskinnshúfu sinni ofan á eyru og bund-
ið sér strút með rauðtíglóttum dúk, sem hann
hafði líka bundið um sár sitt, og sá því lítt í
andlit honum. Svo sneri hann sér frá eldinum
svo mikið sem hann gat.
»Og þið eruð að norðan frá — er ekki
svo?» sagði Don Estevan. «Pað má heyra það
á mæli ykkar.»
«Eg er fæddur í Kanada; en hann félagi
minn þarna er ættaður úr S—»
« — — úr Nýju-Jórvík« greip Pepe fram í.
«Félagi hans leit til hans hissa; «við erum
skógafarar, sem kallað er, það er, við
förum um skógana og eyðilöndin, því að loft-
ið í bæjunum á ekki við okkur, og svo höf-
um við ekki fyrir neinum að sjá.»
«Það hlýtur að vera sorgleg og dauf at-
vinna, og lítið í aðra hönd,» svaraði Don
Estevan, «ekki meira en svona til dags og næt-
ur,— Komið heldur með mér, báðir tveir; ef
þið væruð með í leiðangri þeim, sem eg er
að búa út, svo gætuð þið fljótlega fylt húf-
urnar ykkar með gullsandi. Viljið þér vera með?«
«Nei,» svaraði Pepe höstulega.
Tröllið Ieit aftur undrandi á vin sinn, en
snéri sér síðan að Spánverjanum og sagði al-
úðlega: »Misvirðið ekki við okkur, herra. Við
erum ekki gullfarar, og ætlum oss alls eigi
að verða það. Frelsi vort elskum vér fremur
öllu öðru, og næst því að lifa og láta eins
og við viljum út í-guðs grænni náttúrunni. At-
vinna okkar er alls ekki dapurleg í okkar aug-
um, og þó við séum peningalitlir og fátækir,
viljum vér samt ekki hafa skifti á lífinu við
neina konunga.»
Spánverjinn ypti öxlum; hann sá, að það
mundi ekki duga að reyna að ná í þá félaga.
Og þó hafði hann séð það til þeirra, að hann
sárlangaði til að fá þá í lið sitt.
Eigi leið á löngu fyrri en allir voru sofn-
aðir, nema þeir félagar og Tíbúrsió. Reir flógu
dýrin og héldu síðan af stað þaðan, Tíbúrsió
hugsaði um alt sem á daga hans hafði drifið
nú síðast, einstæðingsskap sinn, og svo ekki
sízt um grun þann, er hann hafði fengið á
Kúkilló. Hann var svo vanur skorti, að hon-
um var ekki svo mikið í mun að ná í gull og
auð, en hesturinn, sem Kúkilló hafði, var svo
líkur hestinum, sem Arellanos fóstri hans hafði
haft í síðasta sinni, er hann fór að heiman,
og var hnotgjarn á vinstra framfæti —alveg eins
og hann. Pað gaf honum illan grun. En með-
an hann var að velta þessu fyrir sér, sigu augu
hans saman og hann sofnaði.
í dögun morguninn eftir voru allir vaknaðir
og þjónarnir búnir að hafa saman hestana.
Svo var farið snemma á stað. Tíbúrsió
varð að ríða að baki Kúkilló eins og kvöldið
áður, af því enginn söðull var til aukreitis.
Svo héldu þeir áfram um daginn til kvölds.
Pá sáu þeir hylla undir hasienduna del Venadó
og steinbyggingarnar þar.
Framh.