Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Síða 23
PRESTSSETRIÐ.
21
PRESTSSETRIÐ.
EFTIR ALEX. KJELLAND.
Pað var eins og vorið ætlaði aldrei að
koma. Pað voru sífeldir norðannæðingar og
næturfrost allan aprílmánuð. En um hádaginn
var sólarhitinn svo mikill, að sumar stóru flug-
urnar léttu dvalanum og flugu suðandi í sól-
skininu; og lævirkinn söng hvellum rómi, og
fullyrti að það væri komið hásumar.
En lævirkinn er sú óáreiðanlegasta skepna,
sem til er undir sólinni. Pó að það væri
grimdarfrost á næturnar, þá var hann búinn
að steingleyma því, undir eins og fyrsti sólar-
geislinn fór að verma hann; og þá flaug hann
syngjandi hátt í lofti uppi yfir heiðinni, þang-
að til hann mundi eftir því, að hann var glor-
hungraður. Svo fór hann smám saman að
renna sér niður á við í stórum sveigum, söng
í sífellu, og sveiflaði vængjunum eftir hljóðfallinu.
Vepjan trítlaði eftir skorningunum, og drap
höfðinu við og við, eins og það væri hik á
henni. Hún Iagði ekki mikinntrúnað á það,sem
lævirkinn sagði, og tísti ofurgætilega: «Bídd-u,
bídd-u!»
Tvær grænhöfðaendur voru að busla á mýr-
arpolli nokkrum, og sú eldri sagði, að vorið
kæmi ekki fyr en það rigndi.
Pað var komið langt fram í maí, og eng-
jarnar voru enn þá gular; það var ekki farið
að grænka nema í einstaka holti móti sólu. En
ef vel var aðgætt, sáust ótal smájurtir í gras-
rótinni; sumar voru allgildvaxnar, en sumar
voru örmjóar, eins og það væru grænir nálar-
oddar, sem gægðust upp úr moldinni. En
norðanvindurinn næddi um ungu spírurnar
svo kaldur og hryssingslegur, að þær urðu
gular að ofan, og rar eins og þær langaði að
skríða aftur niður í moldina. En þærgátu það
ekki, og biðu svo þar sem þær voru komnar.
Þær þokuðu sér aðeins ofurlítið upp á dag;
inn, meðan sólin var hæst á lofti.
Grænhöfðaöndin átti kollgátuna. Pað þurfti
að rigna áður en vorið kæmi.
Og loksins köm rigningin — fyrst var hún
köld, en svo hlýnaði hún smám saman, og
þegar úpp stytti, fór sólin að skína í allri sinni
dýrð. Pað var varla hægt að þekkja hana;
hún var orðin svo breytt. Hún skein og hlý-
jaði loftið allan liðlangan daginn, frá morgni
til kvölds, svo að næturnar urðu hlýjar og
döggríkar.
Pá var uppi fótur og fit. Alt var orðið
á eftir tímanum, og nú þurfti að vinna það
upp aftur. Blöðin brutust út úr brumhýðinu,
svo að það heyrðist ofurlítill smellur, og allir
frjóangar tóku óðum að vaxa, og skaut þeim
svo fljótt í allar átlir, að það var eins og þeir
væru að sprikla, og spyrntu út frá sér grænum
fótunum. Engjarnar urðu óðara marglitar bæði
af blómum og illgresi, og lyngholtin niður
undir sjónum fóru að lýsast.
En guli sandurinn meðfram ströndinni hélt
einn sama litnum. Hann hafði ekki annað en
melinn að prýða sig með. Hann safnaðist bara
saman í hóla, og lét svo lin melstráin blakta
þar eins og græna fána, sem sáust langar
leiðir.
Sendlingarnir hlupu aftur og fram um fjör-
una, og báru fæturna svo títt, að það var til
að sjá eins og þeir rynnu áfram á smátentum
kambi. Mávarnir stikluðu frammi í flæðarmál-
inu, þar sem bárurnar skoluðu á þeim fæturna
við og við. Þeir voru alvarlegir á svipinn,
drógu hálsinn saman og settu fram kviðinn,
eins og kerlingarnar gera, þegar færðin er ill.
Tjaldurinn í þröngu buxunum sínum, svarta
aftursniðna kjólnum og hvíta vestinu, stóð graf-
kyr og studdi saman hælunum. »Ti bælti bæ!»
hrópaði hann og hneigði sig hvatlega, svo að
kjóllöfin flöksuðu upp á bakið.