Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 25
PRESTSSETRIÐ. 23 Hann hafði stundum reynt að lýsa fyrir honum friðsamlegum lifuaðarháttum forfeðra þeirra eða annara þjóða, en hann veitti því enga athygli. Hann hugsaði ekki um annað en það, sem stóð í bókinni, og þár var ekki frá öðru sagt en sífeldum ófriði og orustum. Allir þeir sem við söguna komu, voru hermenn, og hetjurn- ar óðu blóðstraumana hvar sem þær fóru. Pað hafði engin áhrif á Ansgaríus, þó að faðir hans reyndi að vekja meðaumkun lians með þeim, sem blóðið mistu. Stundum fanst prestinum , að það mundi hafa verið réttara af sér, að láta hann aldrei lesa neitt um þessar róstur og vígaferli kon- unganna, og atreiðir og Iaunvíg forfeðra þeirra í sögunni, heldur hneigja allan hug hans að friðsamlegum störfum þegar í fyrstu. En þá mintist hann þess, að hann hafði lært þetta sjalfur í uppvexti sínum, og þá hlaut það að vera rétt að láta son sinn læra það líka. En samt átti hann að verða friðsamur mað- ur þrált fyrir það. En ef hann yrði það nú ekki? «Ojæja —Alt ráð vort er í hendi drottins», sagði presturinn öruggur, og hélt áfram að taka saman ræðuna. «Pú ert alveg búinn að gleyma morgun- matnum þínum, pabbi!» sagði Rebekka litla, og rak Ijóshærða kollinn inn úr dyrunum. • «Páð er alveg satt, eg er orðinn klukku- tíma of seinn,« sagði faðirhennar, og gekk þeg- ar inn í dagstofuna. Svo settust þau ein að morgunverði, því að Ansgaríus litli fékk æfin- lega að ráða sér á laugardögunum, þegar pabbi hans var að semja ræðuna. Pað var naumast hægt að hugsa sér tvo rnenn samrýndari en prestinn og dóttur hans, sem nú var átján ára. Hún hafði aldrei haft neitt af móður sinni aðsegja; það va r rétt að eins að hún mundi eftir föla, broshýra andlitinu hennar. Móður- missirinn var henni að vísu viðkvæmur, en faðir hennar var svo blíðlyndur og ástríkur, að hún gat ekki haft ástæðu til að sakna móð- urelskunnar tilfinnanlega. Föður sínum varð hún æ hjartfólgnari eftir því sem hún eltist, og eyddi meir og meir þeim tómleik og sorg, sem konumissirinn hafði bakað honum. Viðkvæmni hans og blíða hafði horfið um tíma fyrir sorg og söknuði, en nú gat hann auðsýnt hana dóttur sinni, sem óx og dafnaði undir handleiðslu hans; og sorgin varð léttbærari og hugsunin rórri. Þessvegna gat hann gengið henni í móð- ur stað. Hann kendi henni að þekkja lífið frá sömu hliðum, og með sömu föstu og heil- brigðu skoðunum, og hann sjálfur. og það var hans háleitasta takmark, að vernda hennar ungu og viðkvæmu sál fyrir öllu því óhreina, óheilbrigða og ókyrláta, sem veldur svo mik- illi truflun í heiminum og gerir lífið svo erfitt. Pegar þau stóðu bæði .uppi á hæðinni fyr- ir norðan bæinn, og litu yfir hafið, ókyrt og ólgandi, þá sagði faðir hennar við hana: »Svona er lífið, Rebekka, lífið, þar sem börn heims- ins hrekjast fram og aftur, þar sem óhreinar ástríður bera bátinn, veikan og brothættan eftir bylgjufallinu, og fleygja honum að síð- ustu mölbrotnum upp á ströndina. Peir einir getaboðið stormunum briginn, sem vernda hrein- leik hjartans, og lagt öldurnar þróttlausar að fót- um þeirra." Rebekka hallaði sér að föður sínum; henni fanst hún vera svo óhult hjá honum. Pað var alt svo skýrt og augljóst, sem hann sagði,að henni fanst sem bjart Ijós lýsti sér. erhún leit fram á veginn og hugsaði um framtíðiua. Hann gat leyst úr öllum spurningum henn- ar, ekkert var svo háleitt og ekkert svo lítil- fjörlegt, að hann vissi þess ekki úrlausn, og þau ræddu saman jafnfeimulaust og óhikað eins og sysíkini. En þó var það eitt sem þau mintust aldrei á einu orði. Rebekka talaði hispurslaust við föður sinn út um alla heima oggeima, en hún mintist aldrei á móðursína. Hún varð sífelt að sneiða hjá því, alveg eins og hún væri að fara ótal krókaleiðir, til þess að komast fram hjá

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.