Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Síða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Síða 39
SPARISKÓRNIR. 37 spurði hún dóttur yfirgarðyrkjumannsins, sem stóð þar á tánum og var að horfa. «Ekki mikið,« svaraði hún með austurlenzkri ró, »lögreglan hefir hremt aldinsala einn, sem hefir viðhaft ranga vog. Nú á hann að setja upp spariskóna.« Persar eru glaðlyndir menn, og reyna að gera gott úr öllu, og setja því fallegustu nöfn á alt það er ilt er og þungbært. Pannig kalla þeir það »að setja upp spariskóna« að fá ilja- stroku. Iljastrokan er algeng refsing með Persum Hún mun vera einhver hin sársta ráðning, er hægt er að hugsa sér, en þó tiltöluiega væg, því að þótt tvö — þrjú hundruð högg séu lamin á iljarnar á manni, skemntir það ekki heilsuna, ef ekki er því grimmlegar barið, og maður er jafngóður að fám dögum liðnum. Hýðingar fara fram með leðurbelgjum, full- um af eplakjörnum, og eru þær hafðar við karlmenn eina, þegar um stórbrot er að gera. fljastroka er aftur gefin fyrir smærri brot, og þykir eigi vanvirða að henni, enda er hún jafnt lögð á aumustu förukerlingu og háan embættismann og hinar tignustu konur, og þyk- ir meðal annars þjóðráð til þess að fá menn til að játa brot sín. Miriam hafði mestu óbeit á iljastroku, þeg- ar hún kom heim frá París, en svo vandist hún henni fljótt, en hafði enn aldrei séð hana, enda þótt hún sé daglegt brauð bæði úti og inni, í kofum og keisarasölum þar eystra. En nú tróð hún sér nær til að sjá betur. Hana hálfógaði við þessu, en blóðlangaði samt til að sjá, og reyua svo taugaþol sitt. Sökudólgurinn var ungur maður, fríður sýnum, vel limaður og bauð af sér góðan þokka sem flestir Persar; lögreglan hafði samt verið skyldurækin, tekið hann glóðvolgan og kastað honum á grúfu á jörðina. Þeir höfðu slitið af honum mislitu bómull- arskóna, fært hann úr sokkunum og böðull- inn var í óðaönn að leysa ofan af múldýrinu tæki sín, til þess að fullnægja dóminum tafar- laust. fótalásinn var Iagður á jörðina, og fæt- ur þorparans festir á milli tveggja sterkra tréblakka. Pað var rétt koinið að því, að spans- reirsstengurnar hvinu ofan á iljarnar berar á sökudólgnum. En Miriam hafði ætlað sér of mikið. Söku- dólgurinn virtist bfða refsingarinnar með meira jafnaðargeði en hún. Pað fór um hana ónota- hrollur og óþægilega tilkenningu fékk hún í iljarnar. Hún lét augun aftur ogætlaði að fara, en rakst í sömu svifum á fjárstjórann. Hann var maður fríður sýnum, meðalmað- ur vexti og vel limaður, og fóru föt hans svo, að vöxturinn naut sín hið bezta. Hann var fullur að vöngum, lítið eitt bjúgnefjaður, munn- fríður, fagureygur og lágu brýrnar dökkar og þéttur í boga yfir þeim. Hárið var svart, og fé.ll slétt og mjúkt ofan á hið lága enni; skegg- ið var mikið og þétt, dökkjarpt að Iit og fór ágætlega. Óðara en Miriam sá hann, datt henni ráð í hug. Hann leitaði að sálarfegurð með kon- unni. Hver veit nema hann telji brjóstgæðin til hennar, og gæti hún þannig náð vegi inn að hjarta hans. Pað var eins og hann sæi hana ekki, en nú vildi hún nota gæsina meðan hún gafst, Hún lyfti blæjunni, og lét stóru, dökku augun sín, sem allir gullhamramenn lofuðu svo mjög, Ijóma til hans með innilegum aumkunarsvip. «Herra — verið þér miskunsamur, — þér getið ráðið svo miklu—þér getið ráðið því — gefið mannaumingjanum upp refsingu hans — það er hátíðisdagur í dag,» — hún bað með blíðri, undurþýðri röddu, «eg get ekki horft á þessi ósköp —að hugsa sér —að þér — eða eg—væri í sporum þessa aumingja—biðjið honum vægð- ar, gerið það fyrir mig.« Hún varð hróðug með sjálfri sér er hún sá að fjárstjóranum brá sýnilega við þessa þýðu grátbæn hennar og bugaðist fyrir eldi augna hennar. Hann horfði um stund á hinn fagra og tigulega vöxt hennar, eins og hann vildi læra hana utanbókar, og lesa hana út inn í hjarta. »Pér —þér biðjið fyrir hann — og eg, sem hélt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.