Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 42
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem kann að nota þjónustu mína, og líka að meta hana. Rví hefir enda verið skotið að mér í dag, að ^sendiherrann okkar mundi verða feginn ef hann fengi duglegan kvenmann heim- anað, til þessað standa fyrir húsi sínu — og svo — eins og eg sagði áðan —á maður líka vini« — og hún leit um leið allíbyggilega til fjól- unnar, sem þegar var tekinu að fölna á brjósti hennar. En Miriam kom engu orði upp fyrir vonzku og gremju, og bandaði henni að eins fyrir- litlega burtu með hendinni; þótti Liane þá ráðlegast að hneigja sig í hnjáliðunum, eins og tíðkast í skrautsölum í París, og hverfa. «Hún dregur dár að mér,» sagði Miriam másandi, »hún dregur dár að mér, ókindin þessi!» og fleygði sér ofan í legubekkinn, tck höndunum fyrir andlit sér og engdist sundur og saman af heinjulausum ekka. «Eg get ekk- ert hefnt mín á henni —en —hann skal fá það borgað. III. Miriain hélt orð sín. Hún hélt hægt og hægt, krókalaust hefndaleiðina —og gekk greið- ara en hún hafði æflað. Að fám vikum liðn- um spriklaði þessi frjálsi mikiiláti maður, fjár- stjórinn, í tælingarneti hennar, og var engrar hjálpar von. Hann hafði nú reyndar aldrei verið eins áhrifalaus af fegurð hennar, eins og hann hafði álitið. Fegurðarljómi hennar hafði fengið á hann eins og aðra við hirðina. og hann hafði líka fundið það, að eigi mundi önnur sæla meiri á jarðríki en sú, að geta náð hylli og hendi Miriamar. En því betur sem hann athugaði hana, því betur þóttist hann sjá að hún væri bæði hégómleg, hlýjulaus og eig- ingjörn. Honum féll það illa, en vildi þó tæp- lega trúa því að svo væri. Og til þess að komast betur fyrir það, háfði hann komið sér í kynni við jiernuna hennar frónsku, og unnið hana á sitt band með alúð og smágjöfum og náð þannig trúnaði hennar; hafði hún þekt Miriam í Paris, og gat því sagt frá mörgu, því er engir aðrir vissu. Liane fór því að halda að fjárstjórinn væri skotinn í sér — en hann iét sér það á sama standa. Hann hifði svo oft glezt við laglegar ambáttir — og annað fanst honum hún varla vera. En þar missást honum, og fékk að finna það seinna, því hún þóttist heldur góð til þess að láta hafa sig að leikfangi, og eftirlátsemi sú, sem hún hafði sýnt honum, þó í litlu væri, átti aðeins að vera til þess að binda hann fast- ari fjötrum. Retta var ástæðan til þess að hún vildi ekki fara úr Teheran. Hún hafði þegar fengið góða vist í húsi franska sendiherrans, og átti þar gott atlæti, en enga dutlunga við að búa eins og hjá Miri- am. Hún var þegar farin að sjá það í anda að fjárstjórinn félli sér að fótum með logandi ástajátningu, og svo yrði hún tekin inn í kvenna- búr hans. En svo komst hún alt í einu að því, að hún hafði reiknað þetta skakt út. Dómstjórinn leit varla við henni, og virti hana auðsjáan- lega ekki meira en rétta og slétta vinnukonu. Petta sveið henni heldur en ekki, hún fann að hún hafði heldur snemma hrósað sigri. En hún var engu síður ofsafengin til skapsmuna en Miriam. Hún komst fljótt á snoðir um það, að þetta var Miriam og engum öðrum að kenna, en hatrið, sem í henni vaknaði við það, sner- ist í gegn manninum, en síður gegn henni. Hún sór það með sjálfri sér að Feridún — svo hét fjárstjórinn — skyldi aldrei fá Miriam, hvað sem það kostaði. Pað mundi líða að því að hún gæti hefnt sín; en margt Ijótt brauzt þá um í huga hennar. Fjárstjórinn hefði nú vafalaust hlegið £að þessu, hefði hann nokkuð vitað um það. En hann hafði nú annað að hugsa. Síðan hann hitti Miriam á vorhátíðinni hafði í mörgu breyzt fyrir honum. Hann bað Miriam afsökunar með sjálfum sér fyrir órétt þann, er hann hafði sýnt henni með því að dæma rangt um hana, Hann fann þegar að hann hafði gert það, en hún bað manngarm-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.