Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 46
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. kvenréttindapólitík og svo dálítið af kvæðum á strjálingi eftir Ólöfu á Hlöðum. Eg tel varla Stúlku Júlíönu Jónsdóttur — og þó hitt- ist nógu gott innanum hana — og ljóðmæli Guðbjargar Arnadóttur. Einhver Agústa kvað og hafa gefið út kvæðabók. en eg liefi aldrei séð hana. En þessar bækur hafa allar liðið hjá áhrifalaust, og enginn spyr eftir þeim nú. Kvæði eftir >HuIdu« höfðu við og við birzt í blöðum og ritum, og vöktu þau þar tals- verða eftirtekt, að minsta kosti hinn einkenni- legi Ijóðaleikur hennar út úr hugðarefnum úr fornum þulum. Svo kemur nú kvæðabók eftir hana í haust, og hafa margir lesið hana, og flestir víst sér til ánægju. Að sönnu er svið- ið ekki vítt, sem hún fer yfir. Það eru mest hugbrigði frá náttúrunni og áhrifum hennar. Formið og efnisfærslan er slétt og fögur, og meðferð hugsananna lýsir talsverðu valdi á því, sem henni kemur í hug. En veruiega frumlegt er fátt af því. Ótal vísuorð og hugs- anir hljóma kunnum hljómum í huga manna og eyra, þó að orðin séu önnur. Maður þreytist á þessum eilífu kvæðum um ættjörðina og íslenzku náttúruna, sumarkvöld og sumar- sælu, vorblíðu og haustfegurð, sem einu sinni fyrrum var sungið svo fagurt um og nú er bú- ið að margþynna út. Ressi endalausa, hálfang- urværa draumværð í þessu dagsdaglega í nátt- úrunni, sumarmorgnum og sumarkvöldum, er eitthvað veikluleg, smátæk og kafar svo grunt, að það hættir að taka mann tökum; manni fer að leiðast það. Það er ekki innanað, en þaðan þurfa ljóðin að kotna, frá hjarta og huga, sem brýzt um, eys sér út, sækir fram og ræður ekki við sig, eins og vikingarnir fornu sóttu sjóinn, því að þráin lét þeint eigi frítt að kúra kyr í landi þegar sumra tók. Retta vantar meginið af okkar nýja skáldakyni. Rað yrkir ekki af því að það má til, heldur til þessa að vera með — teljast með í skálda- hópnum. Og á meðan andinn er óþroskaður, og á sér enga lífsskoðun, nema hin hvikulu og lausu hugbrigði æskumannsins, er ekki á miklu vou; þá finst mönuum það oft svo á- gáett hjá sér, sem þeim finst lítt nýtt að fám árum liðnum. En æskan og æskuhugmyndirn- ar vella yfir barmana, hráar og ógerðar, og mönnum finst þeir endilega þurfa að láta aðra njóta þess — gefa það út. Flest hinna yngri skálda okkar hafa drýgt þá synd á móti sjálf- um sér, að gefa of snemma út Ijóð og Ijóða- bækur. Eg hefi áður talað um þetta í N. Kv. og tek það enn upp. Það eru fá skáld svo fullþroska, að það sé gerandi fyrir þau, fyrri en þau eru komin á góðan þroskaaldur. Eg er á því, að «Hulda« hafi gefið of- snemma út kvæðin sín. Enginn vafi er á því, að hún er skáld og stendur til stórra fram- fara ef lífið lætur henni í té að þurfa ekki að brjóta bág við sjálfa sig, og kafna undir sama farginu, sem liggur svo þungt á mörgum kon- um hér á landi og hefir drepið úr þeim fjör- sprettina fyrir tímann. Rað kemur víða fram innanum hjá «Huldu« ósvikið gull, innanað frá henni sjálfri, verulegar raddir, sem tala til manns, og það má finna, að þær eru ekki að- fengið bergmál, heldur líf af hennar lífi. Eg skal taka til dæmis ástavísurnar hennar; maður hefir heyrt svo margt og mikið af misjöfnu volgri frá okkur piltunum þess efnis, að það er langt um of; mér þótti því gaman að sjá hvernig »Hulda« tæki á þcim viðkvæmu streng- jum, Rað er ekkert volgur, ekkert fleðuvíl, heldur hreinlega komið til dyranna með hreinar, fagrar og manniegar tilfiuningar í snildarlegu formi, eins og hennar er von og vísa. Vís- urnar: <Ó að eg hefði vængi þína, vindur,« (bls. 1S — 19), »Ef að þú víkingur værir«, (bls. 30 — 31) og »TunglsgeisIi«, (bls. 64 — 65) eru svo fagrar og hreinar, að leit er að öðru, er megi þar við jafnast eða taka því fram. Rulubrotin (»Heyrði eg í hamrinum,« «Ljáðu mér vængi« o. fl.) eru nýsmíði í íslenzkum kveðskap og hafa tekizt vel, þó að betur hefði mátt gera. »Ur þjóðsögum« er margt gott, einkum hann Fiðlu-Björn, og byrjunin á «Syngi, syngi svanir mínir«, þó að sumt í því kvæði minni mig æði mikið á form og orðgnótt annars íslenzks skálds, en tilþrif eru þar góð,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.