Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Side 48
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Bókin er 23 arkir á stærð og flest eru það tækifæriskvæði, ljóðabréf, hestavísur, brúðkaups- kvæði og eftirmæli. F*að verður því nokkuð einhæft að lesa bókina í gegn. En fáttafþessu safni er ónýtt, og margt er gott í því, sumt svo gott, að ungu skáldin sletta sér ekki öllu betur niður en hann gerir sumstaðar t. d. »í Sellöndum«, «Næturhugsun« o. m. fl. Honum er létt um skarpar hugsanir og afmarkaðar, og meitlar þær stundum furðanlega þétt saman í kjarngóðum og fám orðum, sem vitnar það bezt, að það hefir búið talsverð skáldskapar- gáfa í honum, þó að ekki jafnist á við Hjálm- ar eða Stefán G. Stefánsson. En það er eitt, sem eg sakna í þessari bók. F*að er ofmikið í henni af löngum kvæðum. Eg skil ekki í því, að Jón gamli hafi ekki átt í fórum sfnum sand af lausavísum, sem honum hafa dottið í hug við og við við tækifæri. Slík- ar vísur eru oft eitt af því smellnasta, sem skáldin láta eftir sig. Eg hefði óskað eftir einni örk færra af hestavísum, og í þeirra stað hefði komið flokkur af lausavísum. — Eg býst ekki við að þessi bók breiðist mikið út utan þeirra sveita, sem skáldið er kunnugur í — og eng- inn hefir enn mér vitanlega getin hennar á prenti. En það er rangt gert. Oft er það gott sem gamlir kyeða, og svo er líka hér. F*að er ekki svo lítið nýjabragð að sumum vísunum hans. t. d. í Vormorgun: Gullna lokka út við ál árdagssólin greiðir; stiknar dögg við brekku-bál, blærinn angan leiðir. Ofið er gulli eyjaband eygló list þá kunni. Kankvís bára kaldan sand kyssir votum munni. Hleður bárau vinnuvönd virki á föstum grunni, þar sem heldur hreiðurönd hús í náttleysunni. Og ekki þykist hann ofgóður til þess að leita sér styrktar annarsstaðar, þegar undirstöð- urnar undir jarðnesku byggingunum okkar bila, og segir því: Eg held svo af bæninni, hún er mitt líf, þá hjartað er orðið þreytt. F*að er sú huggun, sem hæfir sorg að halla sér drotni að. Og trúin er alls eigi markleysu mál, í mótgangi sannast það. Bókin öll frá upphafi til enda lýsir þrek- miklum skapmanni, sem hefir gert sér lífið Ijóst og lítur á það með vitringsaugum og skálda- augum. Eg vildi þakka gamlamanninum fyrir gjöf hans til þjóðar sinnar — og óska að fleifi læsu hana en eg býst við að verði. ' J■ J- —— „Nú launaða ek lambit grá." Haustvindur æddi um hæðir og grund, húmaði snemma mn síðdegisstund — frostrós á Ijórana lagði. — Á bæjarbust gargaði hrafninn hátt, í húsunum inni var þögult og fátt og skildi það sízt, er hann sagði. — Hvað mundi hann vilja? — Var hann að spá að voðagest bæri að húsunum þá sem blóðuga brautina lagði, sem letraði feiknstafi á lífs síns slóð, en lokadag þennan feigur tróð. Blóðdrekkur sá það og sagði: Von er að Jörfa á Víga-Styr; þar valdi sér gistingu nú og fyr, fylgdarlið umsátri eyddi, því sökótt hann átti og óttaðist hefnd, einhvers af inörgum, heitorðin efnd. er málagjöld maklega greiddi. — Upp ólst þar Gestur, og gætti þá fjár, geðspakur reyndist og vaxtasmár, en mönnum var flestöllum frárri, En óbættan föður hann átti sinn, og ofjarl var flestum vegandinn — haldinn því hugraun sárri. F'ann dag var hann úti og öx skepti þá,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.