Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Qupperneq 50
36 NYJAR KVÖLDVÖVUR. Um tilgang hins alvalda’ eg efast ei gat, hví okkur í heim þenna Iét hann: Við eigum að luigsa nær eingöngu um mat, til ykkar var kvöð sú: að jeta’ hann. Vor köllun í heiminum allra er ein: að ánefna mönnunum sonu; og eignarmark föður skal fest við hvern svein er fæddist— með leyfi! — af konu. Ef fer burt úr heiminum maðurinn minn þá má annar láta í pottinn. Sé yndi mitt visnað, svo vilji enginn »hinn», þá verð eg að ákalla — drottin. II. Úr annari ræðu. A einveldi mannanna’ er öll mín von; á eiriu þó vildi eg bætur: hjá nafninu okkar þó setjum við »scn», þeir synja um að kalla sig «dætur». K. B. V. K. Smælki. Ekið seglum eftlr vindi. Bankaþjónn: Er maðurinn yðar heima? Eg er með víxil — —.« Húsfreyja: Því miður. Hann er á ferð í verzl- unarerindum. Þjónninn: — Víxil, sem eg verð að borga sjálfur. Húsfreyja: En eg á von á honum á hverri stundu. Þjónninn: Ef hann getur það ekki. Húsfreyja: Það er að segja ef hann tefst ekki eina viku eða lengur. Vanafesta. Dómarinn: Ætlið þér þá ekki, herra kaup- maður, að taka aftur skammaryrðin, sem þér höfð- uð uin bæjarfulltrúann? Kaupmaðurinn: Því nriður get eg það ekki, því það brýtur bág við verzlunarvenju nrina, herra dómari. Eg tek aldrei vöru aftur, sem eg hefi látið úti. En mér er ljúft, ef bæjarfulltrúinn óskar þess, að hafa við hann skifti á þeim og öðrum skamm- aryrðum. Hughreysting. Ungfrúin: Hvað er að, skipstjóri?. Þér eruð svo áhyggjufullur. Skipstjóri: Hvorki meira né minna en að stýr- ið er brotið. Ungfrúin: Ög ekki annað. Stýrið er mest alt í sjó, svo enginn tekur eftir þessu; mér finst því harla lítil ástæða til þess fyrir yður að vera hug- sjúkur, herra slripstjóri. Ur barnaherberginu. Móðirin: (kemur inn) Hvaða læti eru þetta í þér, Ellen, sér er nú hver hávaðinn og ólmandinn aftur og fram. Sérðu ekki h’vað Vatdi bróðir þinn situr rólegur og drýpur ekki af honum. Ella: Hann á líka að gera það í leiknum, mamma. Móðirin: Hvaða leikur er það sem þið leik- ið, þar sem stúlkurnar eiga að hrópa og ólmast en drengirnir að sitja steinþegjandi. Ella: Við leikuin pabba og mömmu. Eg er þú, en Valdi er pabbi, og þess vegna á hann bara að steinþegja. Gremjuþrungið svar. Hann: Peninga og aftur peninga, kona, það gengur ekki á öðru en biðja um peninga. Og þa* er óskiljanlegt, hvernig þú fer að koma þeim öll- um í ló. Hvað gerðurðu við peningana, sem þú fékst seinast? Hún: Eg keypti fyrirsuma þeirra myndageymi (album). Hann: Myndageymi, Hvað á nú að gera með hann. Hún: Geyma i honum myndirnar af öllum þeim ríku og göfugu mönnum, sem eg var svo heimsk að neita til þess að geta fengið þig. Sneið. Anna: En hvað hatturinn þinn er fallegur. Mína: Gleður mig að þú hefir augu fyrir fegurð hans. Anna. Þó það væri nú. Eg átti sjálf alt að einu hatt fyrir þrem árum og gekk með hann þang- að til þeir gengu úr móð í hitt eð fyrra. Beztu vinkonur. Þekkið þér ungfrú Pálínu? Milril ósköp, hún var mín bezta vinkona. Þegar faNr hennar varð gjaldþrota, var eg sú síðasta af stallsystrum hennar sem hætti að umgangast hana. EFNl: Gullfararnir eftir Gabriel Ferry.— Prests- setrið eftir A. Kjelland (Adam Þorgrímsson þýddi). —Spariskórnir eftir Franz Wichmann.— Nú launaða ek 1 ambit gráa, (Kvæði eftirS. P.). — Klara Broteva Viktoria Kláusarson, kvæði. — Smælki. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.