Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 6
52
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
hvern annan heiðarlegan hátt í sveita síns and-
litis. Rað er heimskra manna að halda svo fast
við fornar venjur, að láta sér þykja vænt um
fallinn vegg, af því hann er gamall, og ormet-
in húsgögn, til einkis nýt, af því forfeður okk-
ar hafa átt þau, eða gera sér það að fastri venju
að eta ýmiskonar ómeltanlegan óþverra á öll-
um stórhátíðum, af því það hefir verið venja
forfeðra okkar. Maður á að vera frjáls og
óháður öllum hleypidómum og ekki hanga í
fornum venjurn.*
Tár hrundu af augum Margrétar, er hún
sagði:
»Pegar eg heyri þig tala þannig, þá flýgur
mér í hug, að þú vitir ekki hversu mikil sæla
það er að eiga heimili, og að móðir þín hafi
ekki í uppvexti þínum sagt þér æfintýri og
kveðið fyrir þig þjóðvísur. Eg elska hvern
blett í garðinum okkar heima. Mér finst hver
runnur og hvert blóm í garðinum vera sýni-
legur vottur um kærleika föður míns til okkar
barnanna og umhyggju hans fyrir okkur. Eg
elska trjágirðingarnar, sem hann sjálfur gróð-
ursetti og runnana, þar sem við fórum í felu-
leik. Mér er ómöglegt að skilja, að þér þykir
ekki vænna um erfðaeignir þínar eð aðrar
eignir.*
Gúnther svaraði þessu engu. Honum var
það Ijóst, að skoðanir hans og Margrétar voru
svo ólíkar í þessum efnum, að þau mundu
aldrei verða sammála.
»F*að er ekki langt síðan eg kom hingað«
sagði hún og hallaði sér upp að honum, »en
þó er mér farið að þykja vænt um Wolsau.
í hvert skifti sem eg sé sjóinn álengdar, þá
dettur mér í hug er þú vaktir athygii mína á
honum, er við vorum á leiðinni hingað í fyrsta
sinn, og nú sýnist mér öldurnar brosa
hlýlega og kunnuglega til mín eins og eg
hefði þekt þær frá barnsæsku. Einasta ósk mín
er sú að þú sért meira hjá mér en þú ert.
Við verðum að finna eitthvert ráð til þess að
losna við alt þetta fólk, sem ávalt er að heim-
sækja okkur, og sem við höfum engan frið
fyrir, svo við sjáum ekki hvort annað tímunum
saman.« Retta var ekki síðasta sinnið, sem Margrét
kvartaði undan því við mann sinn, að hann
væri of Iítið hjá sér. Nálega daglega talaði
hún um þetta og maður heunar var alveg
hættur að mótmæla henni en í hjarta sínu var
•
hann henni gramur og spurði sjálfan sig,
hvenær sá tími mundi koma, að hin heimtu-
freka ást konu sinnar láti sig njóta frelsis.
Þennan sama dag um íniðaftansleytið ætl-
aði Elísabet að heimsækja síra Dossow. En er
hún var tilbúin, ók vagninn frá klaustrinu upp
að hallardyrunum og sté út úr honum jómfrú
Eschendorff.
Jómfrú von Eschendorff var skyld von
Randau greifafrú og var hún alþekt fyrir góð-
gerðasemi og guðrækni. Gúnther og Elísabet
fullyrtu raunar, að Esechendorff frænka væri eins
góðum herklæðum búin bak við auðmýktar-
grímuna og riddari í orustu. Pau syskin höfðu
opt átt í smáskærum við frændkonu sína og
hafði ýmsum veitt þar betur.
»Þú ætlaðir að heimsækja kunningjana,*
sagði hún við Elísabet. »Pú skalt ekki láta
heimsóknir þínar undir höfuð Ieggjast þó
mig beri hér að garði.«
»Mér er líka ómöglegt að vera heima núna«
sagði Elísabet. »Pví síra Dossow á von á
mér.«
»Síra Dossow,« sagði jómfrúin frá klaustrinu
og röddin titraði af geðshræringu. »Lætur þú
það við gangast, Matthildur, að dóttir þín heim-
sæki mann sem er jafn ílla ræmdur fyrir skoð-
anir sínar?«
»Hann hefir ávalt,« sagði greifafrúin, »ver-
ið okkar vinur. Alla stund frá því hann kom
hingað — og síðan eru nú fimmtán ár. Svo
hefir hann fermt Elísabetu.*
»En hann er villitrúarmaður,* svaraði jóm-
frú von Escliendorff. Hann hefir taiað með
lítilsvirðingu um hin ódauðlegu sannindi hinn-
ar heilögu trúarjátningar vorrar. Hann er skyn-
semistrúarmaður, sem gerist svo fífldjarfur, að
skýra guðs heilaga orð á annan veg en sann-
trúaðir menn hafa gert öldum saman. Mér væri
kært, Elísabet, að þú færir að mínum ráðum