Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 38
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Chamberton og tók mágkonu sína undir ann- an handlegginn en Miss Seldom undir hinn og dró þær með sér út að garðshliðinu til þess að taka þar á móti manni sínum, en þær voru ekki komnar meir en hálfa leið, þegar tveir herramenn komu á móti þeim, húsráðandinn og hár maður í iiðsforingja búningi. »Góðan dag, góðan dag frúr mínar,« hróp- aði herra Chamberton jafnskjótt og hann kom auga á konurnar; eg vona að eg í dag færi ykkur kæran gest, eða er ekki svo mad- dama Olivetta? Eg fór upp í ráðaneytið og sagði þessum skjalaormi og talnafræðingi, að Miss Seldom væri hér, hún hefði sjálf mælst til þess fyrir tveim dögum, en eg hafði ekki tíma til þess fyr en í dag — og þá gat hann ekki staðist freistinguna og stilt sig um að koma heim með mér.« Olivetta varð náföl við þennan Iestur, en lienni hepnaðist þó að hafa svo mikið vald yfir sjálfri sér, að hún gat þvingað sig til að brosa og bjóða mann sinn og svila vel- komna. Montage sá hvað konu sinni leið og bölvaði mági sínum í hljóði fyrir að geta ekki haldið sér saman um það, sem engan varð- að um, en svo gekk hann með frúnum upp að húsinu. Svarti loðhundurinn hennar Miss Seldom labbaði urrandi á eftir majórnum, sem gekk milli konu sinnar og Miss Seldom. Hún sneri sér þá við og sagði með skip- andi röddu: »Skammastu þín, Neró, og haltu þér saman,* — og hinn vel vandi hundur þagn- aði þegar. »Rað er undarlegt,« sagði hún svo bros- andi. »Neró er venjulega góðlyndur, hann er t. d. bezti vinur litla drengsins yðar, en þrátt fyrir allar tilraunir mínar, hefi eg ekki getað fengið hann til að hænast að konunni yðar eða yður, herra majór.« Enginn svaraði þessu, og þótt majórinn fyndi, að þögn sín væri eigi sem viðfeldnust gat hann ekkert sagt. Síðar um kvöldið eftir miðdegisverðinn sat majórinn einn afsíðis niðri í garðinum bak við nokkur hnotatré til þess að hvíla sig. Hann hafði beðið systur sína og Olivettu að lofa sér að vera einum, því hann hefði nokk- ur áríðandi skjöl með sér, sem hann þyrfti að yfirfara í næði. Um þetta hafði hann talað við máltíðina svo allir heyrðu. Maddama Chamberton hafði dálítið smeik beðið hann að ætla sér af og ofþreyta sig ekki en kona hans horfði á hann með sorgarsvip. Hún þóttist geta sér til af hvaða ástæðu hann óskaði að vera einn í þessum hluta garðsins, sem lá úti fyrir þeirri útbygging hússins, sem frú Seldom hafði aðsetur í. »Vesalings litla 01ivetta,« sagði majórinn við sjálfan sig, þegar hann var seztur að í þessum afkima og hafði kveikt sér í vindli. »Þetta er hart og þungbært fyrir hana, en hlýtur þó að hafa sinn gang, og eg verð þó að reyna að komast að fastri niðurstöðu við hana og það helzt þegar í dag«. Regar hann var í þessum hugleiðingum varð hann þess var, að læðst var út til hans með léttu fótataki og heyrði skrjáfa í silkikjól og um leið kom hann auga á Miss Seldom sem var að læðast út til hans. »Rér eruð þá hér, herra majór?« sagði hún. »Eftir miðanum sem eg fékk frá yður átti eg ekki von á yður fyr en á morgun,« og hún horfði flóttalega í kringum sig í allar áttir til þess að sannfæra sig um, að enginn væri þar sjónar eða heyrnarvottur að samfundum þeirra. «Nei, Evelyn, það var heldur eigi ætlun mín, en svo fékk eg nú þegar þessi skjöl, sem eg á að semja áætlanir eftir, og eins og eg gat um við yður, eru þau mjög mikils verð. Áætlunina get eg eins vel samið' hér úti og um leið notið holla og hreina loptsins utan við borgina.« »Já auðvitað,* svaraði hún spaklát, »og þér þarfnist líka hvíldar og svefns hér nokkra daga — — Má eg ekki fara eftir kaffi handa yður« spurði hún litlu síðar, »þér lítið svo þreytulega úl og munduð hressast af einum bolla af góðu kaffi.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.