Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 27
KYNJALYFÍÐ.
73
hlýðni, munum við nema ykkur héðan og
flytja til öruggs hælis, þar sem þið getið boð-
'ð Zohauk og hans útsendurum birginn.« Kot-
rok og bræður hans fengu það, sem þeir báðu
uni, og í sömu svipan hurfu þær allar í skín-
andi töfrahöll á Tugrutsfjalli í Kurdistan. Síð-
an hefur ekkert dauðlegt auga séð þær. En
nokkrum árum síðar komu fram sjö ungir
nienn í nánd við þétta fjall. Peir voru ágætir
hermenn og veiðimenn; dökkir yfjrlitum, meiri
vexti, hugrakkari og viltari en fólk það, sem
bjó þá í Kurdistans-dölum. Þeir fengu sér
konur og urðu ættfeður hinna sjö ætta Kurda-
nianna, sem frægar eru um heim allan fyrir
hreysti og hugrekki.«
Kristni riddarinn hlustaði þegjandi og með
undrun á þessa merkilegu sögu, sem enn þann
dag í dag finnast leifar af í Kurdistan.
»Pú hefur rétt að mæla Saraceni,« mælti
hann. »Menn geta hatað og óttast ætt þína,
en að meta hana einkis geta menn ekki. Og
mig furðar nú ekki lengur á því, að þú held-
Ur svona fast við vantrú þína, þvi frá forfeðr-
um þínum, hinum heiðnu veiðimönnum, hefur
þú líklega erft tilhneiginguna til að elska lýg-
>na meira en sannleikann. Mig undrar heldur
ekki þótt það glaðni yfir þér, og gleði þín
brjótist út í söng, þegar þú nálgast þá staði,
þar sem uppreisnarandar dvelja og eiga óðul
sín, því sömu tilfinningar munu þá gagntaka
þig og aðra, sem nálgast föðurland sitt.«
t*að leit nærri því svo út, sem Múhameðs-
fnaðurinn hefði gaman af ákafa kristna manns-
ins, og hann mælti: »Við skegg föður míns,
held eg nærri að þú hafir rétt að mæla. Að
vísu hefir spámaðurinn — Iofað sé hans nafn —'
sáð betra trúarinnar frækorni meðal vor en
forfeður vorir þektu í töfrahöllinni á Tugruts-
íjalli, en þar fyrir hef eg enga tilhneigingu
til að dæma hart þessa máttugu anda, eins og
sumir Múhameðsmenn gera. Eg hefi eigi held-
ur þá trú að þeir séu fyrir fult og a!t glat-
aðir, heldur munu þeir frelsast á sínum tíma.
Og víst er um það, að kenningar kóransins
hafa ekki með öllu útrýmt virðingu vorri fyrir
þessum öndum og margir af oss syngja enn
víð viss tækifæri gamla söngva, sem minna
oss á trú vorra gömlu ættfeðra.
Hann sannaði þessi orð sín með því að
kyrja gamalt kvæði, sem mun hafa verið ort
á þeim tímum, er hinir hálfviltu menn tilbáðu
Ahriman, anda storms og myrkurs. Kvæðið var
þrungið af fomeskju og trú á mátt anda myrk-
ursins á jarðríki, enda stóð þar:
»Hver undir himins hvelfing nú,
hefir náð valdi eins og þú.«
og ennfremur stóð þar:
»Fann eg það frá fyrstu lífsins stundum
fram um æfi alt að hinstu blundum
að máttug voru og mörg þín stjórnarverk,
þótt fram að dauða ei vald þitt frá mér víki,
þá vona’ eg sleppi undan þínu ríki,
þú myrkra maktin sterk.«
Söngur þessi hafði ákaflega mikil áhrif á
hinn kristna riddara meðfram og fyrir það,
að hann var sunginn af þeim manni, sem
virtist vera drjúgur yfir því, að hann væri einn
afkomandi illra anda, þessi söngur lét honum
í eyrum eins og lofsöngur til djöfulsins sjálfs.
Hann fór því að brjóta heilann um það, hvort
ekki væri réttast fyrir sig að kveðja þennan
mann og fara aðra leið og láta honum þannig
í Ijósi fyrirlitningu sína, eða hvort ekki mundi
vera bein skylda sín sem heiðarlegs krossfara
að skora þennan vantrúaða mann á hólm og
leggja hann að velii sem bráð fyrir villudýr
eyðimerkurinnar. En þá bar honum nokkuð
fyrir augu sem vakti undrun hans.
Einhver vera í mannsmynd há og löng í loðn-
um feldi var komin á hlið við þá og hoppaði
liðiega yfir urðir og runna. Hún hlustaði á
sönginn og gaf mönnunum nánar gætur.
Kenneth þóttist þegar sannfærður um að hér
væri kominn einn af djöfulsins árum, sem
söngurinn mundi hafa sært fram. Honum fanst
hann þó ekkert hafa að óttast en víkingslund
hans æstist og hann tautaði: «niður með djöfulinn
og alla hans áhangendur* og hann lagði hönd á
orustukylfu sína. Pað var ekkert Iíklegra en
10