Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 44
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUP. það að vekja athygli hans, að hugsanir og geð- hræringar koma í ljós sem sýnilegir hlutir. Sér- hver hugsun birtist sem sé í sérstöku gerfi, sem verður til úr hinum loftkendari efnum sálarheima. Og eftir þvf sem hann lifir lengur í sálarheimum, eftir því sér hann öll slík hugsanagerfi betur og betur. Vér verðum sem sé að hafa það hugfast, að eftir því sem lengra líður frá dauða líkamans verður meðvitund manna næmari fyr eða síðar fyrir öllu því sem hugrænt er. Framför meðvitundarinn- ar verður með þeim hætti, að hún gerir ýmist að kafa ofan í efnið eða upp úr því aftur, og flytur hún þá upp með sér árangurinn af jarð- vist sinni. Ef vér bæðum menn að gera lík- ingar dráttmynd af lífsskeiði manna, mundu flestir að líkindum sýna það með beinni línu og segja, að það byrjaði með fæðingunni og endaði í dauðanum. Aftur á móti mundum vér guðsspekisnemendur fremur vilja tákna það með breiðum sporbaug, er lægi ofan frá til- verustigi hins innra manns og upp til þess aftur. Baugurinn mundi þá liggja ofan frá neðri hluta hugheima og niður um sálarheima, neðsti hluti hans lægi um þennan jarðneska heim og beygðist svo aftur upp í sálarheima og þaðan upp í hugheima. Baugkafli sá, er táknaði hið jarðneska líf meðvitundarinnar, yrði ekki nema örlítill hluti af öllum baugnum. Og staðir þeir, sem baugurinn næmi við línu þá, er sýndi landamæri sálarheima og þessa heims, táknaði þá fæðingu og dauða. En þeir hlut- ar baugsins væru auðsjáanlega ekki þeir, sem mest væri um vert. Langmikilvægasti hluti hans væri sá kaflinn, sem er lengst frá tilverustigi hins innra manns, þar sem stefnan breytist og beygist aftur upp á við, það sem samsvarar því, sem í stjörnu- fræði er nefnt sólfirð. Ef rétt er álitið, er hvorki fæðing vor né dauði hinir mikilvægustu at- burðir í lífi voru, heldur miklu fremur það tímabil, þegar aflstraumur sá, sem hinn innri maður hefur veitt inn í hina jarðnesku tilveru, stöðvast á framrás sinni og tekur að stefna upp á við aftur. Eða með öðrum orðum : þeg- ar maðurinn fer smám saman »að hugsa heim« sem kallað er; hann missir þá smátt og smátt áhuga á nautnum þessa heims, og hin sterka lífsþrá sljófgast, eftir því sem aldurinn færist yfir hann; og seinast afklæðist hann jarðneska líkamanum, og líf hans í sálarheimum byrjar. Og meðan hann dvelur í þeim, heldur hann áfram að lifa meira og meira hugrænu lífi. Af- leiðingin verður sú, að haqn gefur öllu því í sálarheimum, sem er eftirmynd hinna jarð- nesku hluta, minni gaum, og athygli hans bein- ist meira og meira að hinum æðri og smá- gerfari efnistegundum, sem hugsanagerfi hans og annara eru mótuð úr, — það er að segja þau hugsanagerfi, sem eru sýnileg í sálarheim- ura. Meðvitundarlíf hans nálgast stöðugt hið rétta heimkynni hugsananna, uns hann missir með öllu sjónar á þeim hlutum sálarheima, sem standa í beinu sambandi við þennan heim. Pað er þó ekki svo að skilja, að maðurinn hafi þurft að flytja eitthvað langt í burt, heldur hefir aðeins athygli meðvitundarinnar beinst inn á við, svo að hann lifir nú meira hugrænu lífi en á meðan hann dvaldi í þessum heimi og hafði hugann fastan við alt hið ytra. Auðvitað eru tilhneigingar hans að miklu Ieyti hinar sömu, og hlutir þeir, sem sjá má umhverfis hann, eru yfirleitt það, sem hann hefir girnst og girnist. Og hvort hann lifir sælu eða vansælu lífi, er aðallega undir því komið hverjar, til- hneigingar hans og eftirlanganir eru. Ef vér virðum fyrir oss líf manna í sálar- heimum, sjáum vér hvers vegna trúarbrögðin hafa haldið að mönnum ýmsum siðfræðilegum fyrirskipunum. Flestir menu kannast við að sú breytni vor, sem bakar öðrum þjáning, sé synd. En þeir eru margir, sem telja það mjög vafasamt, hvort nokkuð sé syndsamlegt við það að ala í brjósti sér afbrýði, hatur eða metorða- girni, ef þeir láta ekki tilfinningar þessar koma í ljós í orði né verki. En ef vér athugum lífið hinumegin grafar, getum vér fljótt gengið úr skugga um, að allar slíkar tilfinningar geta haft miklar afleiðingar og illar fyrir þá, sem ala þær hjá sér, því séu mikil brögð að þeim, geta þær sem sé orðið til þess að valda þeim sárum þjáningum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.