Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 48
94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ti! Natans bróður síns 1815. Ressa Ijóðabréfs er getið í Natanssögu og tilfærð aðeins ein vísa úr þvi. Ljóðabréfið er að ýmsu leyti merkilegt og sérstakt í sinni röð, svo að rétt þykir að setja það hér. Það hefur aldrei verið prentað fyr. Fátt er nú í fréttunum, frændi, síðan við skildum. Dimt mér þótti’ á dögunum að dóla út eftir götunum. Varð eg til á veginum, á Vatnahverfis mýrunum. Böðlaðist þó með bökkunum í bólið mitt að lokunum. Ósjúkt spyrja allir um ytra hér á kjálkanum; þótt hitinn sé í heyjunum, þeir hafa traust á vetrinum. Að róla eftir rollunum, rýrð í þykir slættinum, því Imba strauk með ósköpum til ólukkans í hriðunum. Nú er eg með naumindum nýkominn úr vellinum; berja farinn á bæxlunum í brekkunni hjá skipunum. Stálið vefst í stráunum, sem standa á vítisbakkanum, ræ eg þar á rassinum með rauð augun í tóttunum. Bústýran á Bakkanum, býsna köld í svörunum, hún er að ausa’ af eggjunum aftur og fram í kofunum. Telst það eitt með tíðindum, töglin hverfa úr hestunum. Maðurinn hérna á Mýrunum mjög er kænn í sökunum. Hætti að flagga flíkunum flæðarhind í kaupstaðnum; losnaði hún frá líftogum og lúðraði upp að klöppunum. Af borðagammi bráðfeigum brimið tók við magálnum upp á land með ósköpum; Ægir tók við görnunum. Dag þann sama dikta’ eg um, duggan hér á Bakkanum leysti sig frá landstogum losnaði burt af höfnunum. Eitt er það í annálum, að hún fór í drápsbylnum, én skemdist hvergi’ á skervöllum, Þó skipið gengi af botninum. Aftur vík eg orðunum út til þín á miðanum; læt eg vaða’ í leiðindum Ijóða flest í klöfunum. Vertu frændi var þig um, vonaðu eftir slysunum. Heima áttu’ á Höggstöðum, hætt við vígabrandinum. Eg skal æ og jafnan um, já, á meðan við lifum unna þér af einlægum instu hjartans rótunum. Þó fari alt að forgörðum, og fyrnist alt í heiminum, hafðu samt í huganum heimskingjarin á Bakkanum. Þó askan verði að olíum, eitrið sjálft að kræsingum, tárin falli af tinnunum taðan spretti á jöklunum. F*ó rakkar verði að ráðherrum, ríkir menn að gaddhestum, ferlegt hjarta í fjandanum fyllist upp með brjóstgæðum. Annó Kristi árunum átján reiknast hundruðum, fimtán betur forngildum fram eg vísa á miðanum. (Meira.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.