Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 46
92
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ástandi þess manns, sem hefir hugann fastan
við jarðnesk metorð og völd eftir dauðann.
Hann hefir alla æfi verið að brjóta heilann um
það, hvernig hann ætti að koma svo ár sinni fyrir
borð.að hann kæmisttil auðs ogmetorðaog valda-
græðgin yfirgefur hann ekki, þó hann sé kom-
inn yfir í sálarheima. Hann hugsar nú ráð
sitt vel og vandlega eins og áður, þangað til
hann þykist sjá, hvernig honum muni takast að
komast upp á hefðartindinn; en þá fyrst áttar
hann sig á því, að hann hefir mist það, sem
mest á ríður, sem sé jarðneska Iíkamann, og lík-
amalaus kemst hann aldrei upp í veraldlegan
valdasess. Allar hinar miklu frægðar og valda-
vonir falla þá hver um aðra þvera, og fyrst
í stað sýnast honum þá öll sund Iokuð og lífið
með öllu einkisvirði. En svo er metorðagirnin
rótgróin hjá honum, að hvað eftir annað byr-
jar hann á nýan leik og fer að bisa við að
koma metorðagirnisklettinum upp á hefðartind-
inn, þangað til þessi ástríða hans minkar smátt
og smátt og hverfur seinast. Pá er eins og
hann átti sig á því sem hann hefði átt að sjá
undir eins, að engin nauðsyn rekur hann til
að bisa við bjarg þetta, og hann tekur þann
kostinn að láta það eiga sig, og hættir að hugsa
um að komast til veraldlegra valda.
Vér höfum nú virt fyrir oss Iíf þess manns
eftir dauðann, semekkertkveður að, og sömuleiðis
líf þeirra manna sem eru frábrugðnir meginþorra
manna að því leyti að þeir hafa miklar ástríður
eigingjarnar til brunns að bera. En vér skulum
nú athuga hvernig líf þeirra manna verður sem
eitthvað kveður að, manna, sem hafa áhuga á ein-
hverju því, sem getur gert þá að meiri mönnum.
En til þess að geta áttað oss á því.hvern-
ig lífið eftir dauðann hlýtur að koma þeim fyrir
sjónir, verðum vér að gá að því að megin-
þorri manna verður að verja hér í heimi mest
öllum tíma sínum og kröftum í störf sem hann
er ekki hneigður fyrir. Fæstum mundi detta í hug
að fást við mörg hin algengu störf, ef þeir væru
eigi knúðir til þess af því að þeir þurfa að hafa
ofan af fyrir sér og sínum. Og vér getum hugsað
oss, að mörgum mönnum þyki það nokkur
viðbrigði að losna við alt strit og stríð hins
daglega lífs. Dauðinn hefir gert þeim þann
mikla greiða, að varpa af þeim öllum áhyggjum
og kvíða hins jarðneska lífs. Reir þurfa nú ekki
að hugsa framar um fæði, klæði né húsnæði, því
að sálarlíkami þeirra þarfnast einskis af því
tægi. Og nú er þeim innan handar að leggja
sig eftir hverju því, sem þeir hafa löngun til.
Pví láni eiga fæstir menn að fagna hér í heimi
eftir að þeir komast á legg. En nú geta þeir
lagl stund á hvað sem þeim þóknast, það er
að segja, ef það er framkvæmanlegt í sálar-
heimum og án þess að til þess þurfi jarð-
nesk efni. Vér skulum gera ráð fyrir að látinn
maður hafi nautn af söng og hljóðfæraslætti.
í sálarheimum. getur hann átt kost á að njóta
þeirra unaðsemda, sem hljómlistin fær veitt,
og það í miklu ríkari mæli en á meðan hann
var í jarðneska líkamanum. í sálarheimum
heyra menn sem sé aðra og æðri hljóma,
sem gera mönnum efni söngsins eða hljóma
samræmisins miklu ljósari en það getur orðið
hér í heimi. Og þeir menn, sem hafa nautn af
listaverkum, málverkum og myndhöggvarasmíði
geta fullnægt þar fegurðarþrá sinni. í heimi
listanna er um auðugan garð að gresja á
hinu æðra tilverustigi. Og hver sá maður
sem hefir nautn af að dvelja í fögrum og frið-
sælum héruðum, . er innanhandar að setjast að
hvar sem hann vill, því hann getur þá horfið
á svipstundu til hinna fegurstu staða hnattarins,
sem hefði kostað hann ærið fé og mörg
ár til að komast til meðan hann lifði hér
í heimi. Og ef hinir látnu vinir vorir
hneigast að vísindum eða sagnfræði, þá
hafa þeir auðvitað ókeypis aðgang að öllum
rannsóknarstofum og bókasöfnum veraldarinn-
ar. Og skilningur þeirra á hinum vísindalegu
tilraunum á t. d. efnarannsóknarstofunum hlýtur
að verða miklu rækilegri, þar sem þeir geta
athugað hinar ósýnilegu efnabreytingar, sem
verða smátt og smátt áður en hinar sýnilegu
breytingar koma í ljós. Og svo er líka eitt
mikið fagnaðarefni, sem hver maður á í vændum
um leið og hann losnar við líkamann og það