Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 13
TENGDADÓTTIRIN.
59
hvort hann gæti ekki komið, þótt kona hans
yrði heima, lofaði hann að koma.
Gunther reið nú tíl Saltflóanna, og er hann
hafði dvalið þar skamma stund, reið hann
heim á leið aftur, mintist hann þá orðá bar-
ónsfrúarinnar um mann sinn og hann hugsaði
rneð sér:
fEkkert er jafn þungbært og hamingjusnautt
hjónaband.
8. KAPÍTULI.
Daginn eftir var sunnudagur. Margrét hafði
búið sig til kirkjuferðar. Hún vildi að Gúnt-
her færi með sér til kirkjunnar en vissi ekki
hvert hann hafði gengið og fór því út til þess að
Ieita að honum.
Eftir nokkra leit fann hún hann niður við
tjörnina og Iá hann þar endilangur í gras-
inu.
»Pú liggur þarna og sefur,« sagði hún,
og að tíu mínútum liðnum leggjum við á stað
til kirkjunnar.«
Hann leit seint við og mælti:
»Eg ætla ekki til kirkju í dag. Mér finst
það vera synd að sitja inni í svona góðu
veðri. Sérðu Ijósbrotin þarna? Horfðu á
fuglana, hversu glaðir þeir eru. Pú verður að
viðurkenna að hér er fagurt. Settu þig niður
eða legðu þig í grasið, það er enn bétra.
Heyrirðu ekki suðið í skordýrunum ? Pekkirðu
fegurri söng?«
Það var ekki roðinn af rauðu sólhlífinni,
sem gerði Margrétu rjóða núna, og hann var
heldur ekki eðlilegur titringurinn í röddinni
er hún sagði:
»Nú er þér ekki alvara Gúnther. Ætlarðu
að láta mig fara eina til kirkjunnar í dag? Pú
hefir aldrei komið í kirkju síðan við giftum
okkur. Finst þér ekki, að þú hafa ástæðu til
að þakka guði fyrir alla þá ánægju og gleði,
er hann hefir veitt okkur?«
Gúnther beit á kampinn, stóð svo upp og
sagði:
»Þú hefur undarlega tilhneigingu tii þess
að sýna öllum lýð Ijósar tilfinningar þínar.
Geturðu ekki eins flutt guði þakklæti þitt hérna
undir berum himni eins og inni í kirkjunni ?«
Margrét hafði Iagt sólhiífina saman og
stakk henni nú niður í jörðina við og við og
gerði smáholur með henni. Hún beygði höf-
uðið, svo Gúther sá ekki tárin í augum
hennar.
»í trúmálum get eg ekki verið sömu skoð-
unar og þú, Gúnther,« sagði hún. Eg er alin
upp við bænahald og kirkjugöngur og eg játa
'það hreinskilnislega, að ef Elísabet bæði mig ekki
um að fara til þessa frfþenkjara, þá færi eg
þangað ekki. En mér finst þú tala með svo
mikilli lítilsvirðingu um trúmál, að mér blöskrar
það oftlega. En ætlarðu nú að koma með
mér til kirkjunnar í dag eða ætlarðu mér að
fara einni?«
Áður en hann fengi svarað hafði hún snú-
ið sér við og gekk nú heim að höllinni.
Marko fylgdi henni nasandi með trýnið niður
við jörðina og rófuna dinglandi milli afturfót-
anna.
Sjaldan hefur verið eins margt fólk í kirkju
og í dag. Nálega allir jarðeigendur úr ná-
grenninu voru þar með konur sínar og börn,
og höfðu þeir gert það af velvild við prestinn
sinn gamla, sem átti við svo mikið mótlæti að
stríða.
Prestsetursfólkið átti sæti í kirkjunni beint
á móti Wolsaufólkinu, og sat þar nú madama
Wessel, klædd nýjum silkikjól, sem Willy
hafði gefið henni. Sjaldan hafði hún verið
í jafngóðu skapi og nú, þvi við hlið hennar
sat Willy og horfði á sömu sálmabókina og
hún, og var það sama bókin, sem hann hafði
sungið á í æsku.
Hver er þessi stóri maður, sem situr þarna
beint á móti og syngur svo vel?« hvíslaði
Margrét að Eiísabetu.
»Það er sonur síra Dossows« svaraði hún
og roðnaði lítið eitt. »Pín rödd og hans
mundu hljóma vel saman. Eg vildi að aðrir
syngju ekki en þið tvö,«
8*