Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 33
í VANDA STADDUR. 79 hún flöskuna, hélt henni upp í hægri hendi og virti hana fyrir sér efablandin og fór að miða til á henni með þumalfingrinum, víst hvað hún ætlaði sér að drekka mikið. Og aftur saup hún duglega á. Nú veit eg hvernig á því stendur, að ekki hefir ætíð verið sem drýgst í flöskunni minni. Hver veit nema stelpan sé í vitorði með? Frúin leit aftur á flöskuna, og sýndist mér að þumalfingursmiðuninni ekki hafa verið fyjgt nákvæmlega. Hún hafði sjálfsagt óviljandi drukkið meira en hún ætlaði. Þó færði hún svona rétt til málamyndar fingurinn dálítið nið- ur og horfði með ánægju á flöskuna. En réttlætistilfinning hennar hefur víst farið að malda í móinn, því liún gerði á sig snögga hreyfingu og setti flöskuna í skyndi á sinn stað, en varð um leið vör við hálfflösku þar í horninu. Hún tók hana upp og horfði á hana græðgislega. Guð sé oss næstur! Skyldi hún súpa á flöskunni ? Það var ekki vín í flöskunni. Eg hafði undanfarna daga verið þjáður af bansettu lík- þorni, og hafði vinur minn, sem var efnafræð- ingur, Iátið mig hafa vökvann sem var í flösk- unni, til að dreipa honum á likþornið. Aðal- efni vökvans var edikssýra — hugsið ykkur! — edikssýra. Bara að hún færi nú ekki að gera mig að morðingja. Hún tók úr tappann — — — Eg titrað- eins og hrísla. — — Bara, bara, bara — — »Guð minn góður! nú setur hún flöskuna á munn sér. »Eitur!« öskraði eg, sem eg hafði róminn til, um leið og eg stökk út úr skápnum og sló flöskuna úr hendi frúarinnar. Hún rak upp voðalegt óp og datt eins og steinn á gólfið. Eg ætlaði að fara að stumra yfir henni, en datt um leið í hug klæðnaður minn og þaut því eins og örskot aftur inn í klæðaskáp- inn. Að vörmu spori opnuðust dyrnar og vinnu- konan kom inn með fasi miklu. »Voruð það þér. — — Ó, guð minn góður frú----------Hvernig.............?« »Farið óðara með húsmóður yðar út úr herberginu, því eg er orðin í meira lagi gram- ur.c Stúlkunni varð víst meir en lítið bilt við. Hún starði höggdofa á skápinn. Nú varð eg ennþá verri. »Stattu ekki þarna eins og hálfviti,« hreytti eg út úr mér. »Eg var þarna inni í skápnum, og ef þér dragið ekki frúna út undir eins, skal eg vita, hvort eg kem ykkur ekki sjálfur út fyrir dyrnar.c En skelfingin rígnegldi stúlkubjálfann við gólfið. Alt í efnu reis frúin upp og þaut skjögr- andi út úr herbergiuu og stúlkan á eftir eins og kölski sjálíur væri á hælunum á henni. Pá var eg ekki seinn út úr skápnum, þaut að dyrunum og læsti þeim í snatri. Loksins sigraði eg. * « * Seinni hluta dagsins lét eg niður alt mitt dót og flutti alfarinn burt úr húsinu. Hvorki frúin né vinnukonan höfðu látið sjá sig síðan um morguninu, og hvoruga fékk eg að kveðja. En eg gat með góðri samvizku játað, að frúin átti ekki hjá mér, heldur þvert á móti. Eg var búinn að borga mánaðar léigu mína fyrirfram. Eftir því sem eg hef heyrt, á frúin að hafa sagt vinnukonunni, að eg hafi komið út úr skápnum nakinn og ráðist á sig. Stúlkutetrið hefir auðvitað beðið guð að hjálpa sér yfir slíkum fantaskap, en huggað frúna með því að segja að eg væri sá mesti þorpari, sem til væri á jarðríki. Svona fór það. [Endir.] — -

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.