Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 14
60 NÝJAR KVÖLDVÖKUP. Nú hætti söngurinn og síra Dossow fór að halda ræðuna. Hann talaði um . kærleikann milli guðs og náungans, en einkum um kærleik- ann milli hjóna og sambúð þeirra, Hann sagði að það væri svo margt, sem hjón gæti greint á um, en þó ættu þau að sýna hvort öðru kærleika og traust en ekkk óvild eða tor- tryggni. Petta var presturinn, sem Margrét hafði verið vöruð við, margar hugsanir flugu í huga hennar og hún viðurkendi, að hún hefði ekki ávalt hagað sér gagnvart manni sínum eins og sér bæri. Sólin skein inn um kirkjugluggana og vindurinn þaut í trjágreinunum og bar skógar- ilminn inn í kirkjuna. Pegar Margrét kom heim frá kirkjunni ætlaði hún að tala við mann sinn. En hann hafði ekið að heiman; enginn vissi hvert. Við miðdegisverðinn voru allmargir gestir. Skal þar fyrst nefna von Berge, og konu hans og son þeirra, landráðið, barónsekkju von Massow, doktor Jessien, síra Dossow og son hans, þar var einnig liðforingi einn úr borginni, von Brinken. Margrét varð að tala við gestina og skemta þeim. Þótt henni væri þungt í skapi, var hún glöð að sjá. Gunther hafði komið heim þeg- ar setjast átti að borðum og hafði hann strax farið og haft fataskifti, svo hún gat ekki talað við hann um það, er var henni ríkast í huga áður en sezt væri að borðum. Margrét var utan við sig og hrygg. Hún var í dökkbláum silkikjól og hafði hvíta rós í hárinu, svo hún sýndist enn fölari í andliti en ella, éinkum þar sem hún sat við hliðina á barónsekkjunni, er var klædd kjól úr sægrænu silki, er fór henni mjög vel. En Dossow skipstjóri horfði á hvoruga þeirra. Hann hafði ekki augun af Elísabetu og virtist ekki taka eftir neinu öðru en henni, enwon Brinke liðsforingi satnúá tali við hana og gerði sér alt far um að skemta henni sem bezt. Von Brinken liðsforingi var meðal maður á hæð en óvanalega grannvaxinn. Hann hafði mjög mikið yfirvararskegg, og hirti það frá- munalega vel. Hann var alment álitinn í flokki þeirra manna, sem nefndir eru meinleysisgrey. Gáfur hans voru fremur tregar og hugur hans hneigðist ekki að neinu sérstöku viðfangsefni. Aftur á móti kom það oft fyrir, að hann gerði ýmiskonar glappaskot, og urðu þá félagar hans að bjarga honum úr vandræðunum, því hann skorti bæði hyggindi og dugnað til þess. Hann hafði tvisvar sinnum beðið Elísabetar sér til handa, en í hvorutveggja skifti hafði hún neitað honum, en þrátt fyrir það setti hann sig aldrei úr færi með að tala við hana um þá ást, er hann stöðugt bæri í brjósti sínu til hennar. Þegar von Brinken hafði talað við Elísa- betu um stund gekk hann burt og fór Willy þá strax til hennar. »Því átti eg sízt von á,« sagði hann, »að bróðir yðar mundi kvongast svo fljótt, sem raun hefur á orðið. Eg hef þekt hann í mörg ár og hélt að kvonfang væri skapi hans firrst.« »Þér vitið,« sagði hún hlæjandi, »að sum óargadýr verður að skjóta þegar þau stökkva á bráðina, og bróðir minn er eitt af þeim.« »Gætið þér yðar fyrir þessari konu,« sagði doktor Jessíen, sem stóð við hliðina á Elísa- betu. Pað getur orðið alvarlegt mál að eiga orðaskifti við hana og hún hlífir engum.« Dossow skipstjóri leiddi Elísabetu til borðs, Hafði hann nú einkar gott tækifæri til þess að veita andliti hennar athygli og svipbreytingum þeim er það tók. »Eruð þér ekki orðinn alheimsborgari, eftir að hafa farið svona víða um heiminn?* spurði hún, er þau höfðu tekið sér sæti við borðið. »Nei, þvert á móti,« sagði hann, »því leng- sem maður er í útlöndum, því meira elskar maður ættjörðina og heimkynni æskuáranna og finst maður vera bundinn við það enn sterkari böndum en þegar maður er ávalt heima.« (Framh.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.