Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 24
70 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sagði vesturlanda hermaðurinn, »að þú ert skemtilegur skrumari og oflátungur, en þess ættir þú þó að minnast, að stálbryddur stórhnefi getur í einu höggi mar.ið sundur margar gor- kúlur.« »Að vísu, þegar bara maðurinn með stál- klædda hnefann nær í þær,« svaraði Saracen- inn með því brosi, sem virtist bera vott um, að svo gæti farið, að fljótlega kárnaði um þá sátt, er mennirnir höfðu gert milli sín. En Mú- hameðsmaðurinn kunni að stjórna geði sínu 'og vék að öðru efni ogmælti: »Hafa hinir kristnu fyrirliðar svo miklar mætur á hreysti einstakl- ingsins, að þér gætuð liðlaus tryggt mér grið í herbúðum kristnu höfðingjanna, eins og þér lofuðuð í dag?« »Vita skaltu, Saraceni, að riddarar vorir og aðalsmenn að sumu leyti eru jafningar kon- ungsins. Ef Ríkarður Englandskonungur mis- byði æru einhvers riddara, jafnvel þótt hann væri eins fátækur og eg er, þá gæti hann þó ekki skorazt undan hólmgöngu við hann, ef hann vildi halda heiðri sínum óskertum,« »Slíkan gamanleik vildi eg mega sjá,» sagði emírinn og lét í ljós undrun sína yfir, að leðurbelti og einir sporar skyldu á sumum sviðum geta hafið fátæklinginn til jafns við þann voldugusta. »Og umgangist þið frjálst og frítt konur og dætur höfðingjanna og her- toganna?* spurði hann ennfremur. Sá minst metni riddari meðal kristinna manna hefir rétt til að helga hönd sína og sverð, orðstír sinn og göfugt hugarfar fagurri og eðalborinni ungfreyju.« »Fyrir stund síðan,« sagðiSaraceninn, »nefnd- ir þú konuástina sem hjartans dýrmætustu eign. Þín ást hefir vafalaust fallið á fagra og góða konu.« »Ókunni maður,« svaraði kristni riddarinn og roðnaði út að eyrum. »Kristnir menn segja eigi frá því hverjum sem hafa vill, hverjum þeir hafa helgað það bezta sem þeir eiga, og una verðið þér við þá skýring, að eg kannast við að hafa valið einhverja þá göfugustu og n;est metnu meyju, sem kominn er af hinni göfugustu ætt í mínu landi. En fýsi þig að heyra talað um ástir og brotnar burtreiðarstang- ir, þá komdu til herbúða krossfaranna, sem við áðan töluðum um. Þar muntu fá að heyra nóg af slíku og eins fá tækifæri til þess að sýna íþróttir þínar og vígfimi.« , Asíuhermaðurinn lyfti sér í söðlinum, veif- aði langspjótinu og mælti: »Enginn krossfari mun geta skotið spjóti til jafns við mig.« »Um það get eg ekki dæmt, en heyrt hef eg, að í herbúðum vorum séu nokkrir Spán- verjar, seni séu mjög leiknir í þeirri list.« »Ó, hundar þeir og hundasynir!* hrópaði Saracninn, »því koma þessir Spánverjar hingað til þess að veita löndum yðar Iið, sem eru herrar þeirra og siðameistarar í þeirra eigin landi, við þá vil eg ekki reyna íþróttir.* »Hinir spönsku riddarar ættu að heyra þig segja þetta,« sagði Leópard-riddarinn »en,« bætti hann við brosandi um leið og hann hugsaði til viðureignarinnar um daginn, »ef þig fýsir fremur að Ieika við orustukylfur krossfaranna, eru nógir til, sem fullnægt geta löngun þinni í þeim efnum.« »Við skegg föðurs mís votta eg, að sá gamanleikur er of hrikalegur fyrir mig,« sagði Saraceninn brosandi. »í alvarlegum orustum mundi eg ekki hörfa fyrir þeim, en mér til gamans langar mig ekki að komast í kynni við þær.« »Eg vildi óska þess,* sagði Kenneth ridd- ari, »að þú einhverntíma fengir að sjá orustu- öxi Ríkarðar konungs, þessi sem hangir hér við söðulboga minn, er létt eins og fjöður hjá henni.« »Ýmislegt hef eg heyrt um þennan eykon- ung. Eruð þér einn af þegnum hans?« »Eg er einn af Iiðstnönnum hans í þessari herferð, og hef unnið mér góðan orðstír, en er eigi fæddur sem þegn hans, þótt eg sé frá ey þeirri, þar sem ríki hans er.« »Hvernig er hægt að skilja þetta, hafið þér þá tvo konga á einni og sömu eyju?« »Getgáta þín er rétt,« svaraði Kenneth, sem var Skoti. »En þótl hinir tveir þjóðflokkar,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.